- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
133

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

133

upp úr virðingarreglum þeim á tré- og torfhúsum, sem
áður hefir verið getið um. Samkvæmt þeim steuzt
á hundrað á landsvisu og lengdaralin i torfkirkju, en
2Vi hundrað og lengdaralin í trékirkju. Þekki maður
þvi verð kirkjunnar, er auðgjört að finna lengd hennar,
viti maður hvort hún hafi verið úr torfi eða timbri, og
sýnir tafla VI, er ritgjörðinni fylgir, þetta alt greiniiega.
Spurningin er nú, hvernig eigi að þekkja tortkirkju og
timburkirkju sundur á verðinu, og hvað geta torfkirkjur
orðið dýrastar og timburkirkjur minst virði. Ekki verður
betur séð en að takmörkin muni vera einhversstaðar
nálægt 20 hundruðum. Ekkert er þvi til fyrirstöðu, að
torfkirkja geti orðið 20 álna löng (20 hundraða virði),
en af tekniskum ástæðum getur hún varla orðið breiðari
en 6—7 álnir1), og illa er hugsanlegt að veggir torfhúss
geti hækkað að sama skapi sem hægt væri að lengja
það. Af þeirri ástæðu hlyti toríkirkja, sem væri 20 álna
löng, eða þaðan af lengri, að verða svipuð lágkúrulegum
rángala, en hefði ekki þann knarreista svip, sem kirkjur
— jafnvel torfkirkjur — hafa. Það sem nú hefir verið
sagt, sýnist að visu ekki styrkja þá skoðun, að torfkirkjur
hafl getað verið 20 álna langar, en það tekur af skarið,
að ekki er vel hægt að hugsa sér minni trékirkju en
þá, sem væri 20 hundraða virði, þvi hún ætti eptir
virð-ingarreglunum að vera 8 álna löng. Mælingar, sem
gjörðar hafa verið á torfhúsum, sem til veraldlegrar
notkunar eru höfð, sýna einnig að þau voru opt 20
álna löng eða meira2). Um breidd torfkirknanna verður
að visa til þess, sem þegar hefir verið sagt þeim
við-vikjandi, en um trékirknabreidd verður að vísa til þess,

1) Mælingar á myndum af fornum og nýjum íslenzkum
torfbyggingum, gjöröum eptir Bruuns Kulturliv og Affotkede
Bygder, sýna, aö breiddin fer mjög sjaldan fram úr þessu.
Sams-konar mælingar hefir pví miöur ekki verið hægt að gjöra á
upp-dráttum peim, sem fylgja árbókum Fornleifafélagsins, og eru
þeir fyrir pá sök harðla gagnslitlir, jafnvel pó málanna sé getið i
textanum. 2) Mælingarnar eru gjörðar á uppdráttum, sem fylgja
Bruuns Kulturliv og Affolkede Bygder.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0529.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free