- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
146

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

146

• dómkirkjan a hólum safn v

kirkjur, þó að þær hafi stundum komið fyrir, hafi verið
all-óalgengar *).

Ekki er gott að segja, hvort algengara hafi verið á
stokkkirkjum, að stokkarnir lægju láréttir (norska lagið),
eða stæðu uppréttir i veggjunum (Greensteadlagið), en
eitt dæmi hverrar tegundar hefur verið nefnt —
Ivol-beinsáröskirkja með láréttum stokkum og
Esjubergs-kirkja með lóðréttum stokkum — og eru þau ekki með
vissu fleiri.

Hér hefur áður verið bent á, að mynd sú í efri
hringnum á kirkjuhurðinni frá Valþjófsstað, sem á að
merkja kirkju, sé svo barnalega gjörð, að eins vel væri
hægt að láta hana merkja hvert annað hús, og að ekki
sé því heldur hægt að segja, að hún sé »lík islenzkum
kirkjubyggingum að fornu og nýju«, eins og B. M.
ól-sen kemst að orði i ritgjörð sinni um hurðina. En þó
er eitt á myndinni að græða. Húsið er bersýnilega
timburhús, því þótt myndin sé klaufaleg, myndi
vafa-laust hafa verið reynt að sýna torfveggi, ef torfhús
hefði átt að vera. Eptirtakanlegt er það, að gaílinn er
greinilega gjörður úr stokkum, og standa þeir upp á
endann. Ætti sá er hurðina skar eftir þeim bókum að
hafa viljað sýna kirkju með Greensteadlaginu. Sé það
rétt, sem Ólsen með áður áminstri ritgjörð sinni vill
sýna, og sem honum virðist hafa tekist, að hurðin sé
smiðuð hér á landi, þá er eðlilegast, að sá er burðina
skar hafi reynt að sýna einmitt mynd af íslenzkri
tré-kirkju, eins og þær þá gjörðust og gengu, og finst Ólsen
honum hafa tekist það vel, en þeim sem þetta ritar a
nokkuð annan veg. Svo einfalt atriði sem að sýna legu
stokkanna i kirkjunni ætti hann þó hæglega að hafa

.1) Stafkirkjur eru hér nefndar allar þær trékirkjur, sem
byggóar eru meó trébindingsverki eða tré í binding, hvort sem
fjalirnar í* bindingnum eru falsaðar eða negldar. Það er að visu
rétt að nefna kirkjur, þar sem fjalirnar eru negldar i bindinginn
»Reisverks«kirkjur, en hinar þar sem fjalirnar eru faisaðar i
bindinginn og hvorar í aðra, stafkirkjur. Norskir fræðimenn nefna
þó báðar tegundirnar einu nafni stafkirkjur, og er eins gjört hér.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0542.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free