- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
175

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

175

4 syllustokkar í ferhyrning, og eru þeir undirstokkar
laupsins1). Á mótinu syllustokkanna eru uppreistar
sterk-ustu stoðirnar i kirkjunni, hornstafirnir. Milli
hornstaf-anna meðfram veggjunum eru með jöfnu millibili
reist-ar hinar veikari stoðir, og hornstafa milli liggja
með-fram veggjunum staflægjurnar, er halda þeim og
stoð-unum uppréttum. Milli stoðanna ofanverðra liggja yfir
um kirkjuna þvera þvertrén’), svo þilin og stoðirnar
hnigi ekki. Upp af stoðunum liggja raptar, er mætast í
mæniásnum. Milli mæniássins og þilsins er ræfrið, og
langs eptir þvi, einhversstaðar milli mænis og staflægju,
liggur ásinn þvi til stuðnings, en hann bera dvergar,
sem eru smástoðir, er risa upp af þvertrjánum3).
Þó að ekki sé vagl nefnt, vérður fastlega að gjöra ráð
fyrir vaglbita milli ásanna, annars myndi ræfrið fljótt
ýta þeim inn af dvergunum, og þeir þá hrapa. Milli
stoða eru þiljur — veggþil —, og undirstokka milli
gólfið — góltþil. Fyrir kirkjugöflum er brjóstþil, en þó
undarlegt megi virðast, er bjór ekki nefndur*). Á innra

rayndu vera taldir fjórir. Mótsetningin milli «tveir kirkjuveggir«
og «brjóstþili er samtengir báða veggi« sanuar það hvað ljósast,
að átt sé við islenzka torfkirkju, en ekki timburkirkju.

1) Þetta nefndist einu nafni undirgrind. D. I. IX, 266. 2) J>að
skal tekið fram, að sá er þetta ritar er ósammála skýringum
Pritzners, Iieysers, Nicolaysens og Valtýs Guðmundssonar (sjá
Privalb. bls. 137—148), sem reyndar eru innbyrðis ósammála,
um merkingu orðsins, að minsta kosti i sambandi við staðinn i
Laurentiusar sögu (B. S. I, 804). Á þeim stað getur ekki verið
um annan ketil en vígðs vatns eða skirnarketil að ræða, og það
virðist utiloka skýringu þeirra. Annars er þetta svo utan við
efni þessarar ritgjörðar, að ekki verður farið frekar út i það að
sinni. 3) fetta er greinilegt ásþak, en ekki er hægt að koma
þvi heim við neinn af þeim fjórum flokkum, sem Valtýr
Guð-mundsson skiptir ásþökum í í Privatb. bls. 117—125. Pað verður
að stórfurða sig á því, að annar eins maður og Dietrichson
skuli flaska á þvi, að segja hómiliubækurnar Jýsa norskri
staf-kirkju (Omrids bls. 79). Hann hlaut að sjá, þó ekki væri annað,
að þak það, sem lýst er, er ekki af norskri stafkirkju. Þær eru
nefnilega með sperruþaki (sbr. Felt bls. 30 ásamt mynd 46 og 63),
en þakið, sem lýst er hér, er ásþak. 4) Að ekki hefur verið átt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0571.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free