- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
195

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

í HJALTADAL

195

og var það ekki einsdæmi að svo væri (sbr. I. kafla),
enda sýnist kirkjan i þá daga hafa verið afarauðug að
klukkum *). Óefað hafa — i öllu verulegu — verið sömu
stúkur á kirkju þessari og hinum siðari; þó er ekki
getið nema um eina stúku, og var hún suður úr
kirkj-unni2) framanverðri3). Svo virðist sem framkirkjan hafi
legið lægra en kórinn, þvi að getið er um þrep á milli
sönghúss og framkirkju — sönghúsgráður4). Hve mörg
ölturu hafi verið í kirkjunni, verður ekki séð, en hitt
er vist, að háaltarið stóð laust frá vegg, svo gengt var
á milli, þvi Guðrún kirkjukerling leyndist fyrir innan
altarið er draugagangurinn stóð sem hæst4).
Glerglugg-ar munu engir hafa verið á kirkjunni, heldur aðeins
göt með hlerum fyrir, þvi svo segir i Jóns biskups sögu,
að Hildur nunna heyrði gauraganginn i kirkjunni, og
gengi til. »Hún lauk upp glugga einum, er var á
söng-þilinu, ok leit hun jram i kirkju«i). En eptir þessu hafa
kórgluggarnir vart verið meira en tæpir 150 cm frá
jörð, það er meðalaugnhæð kvenna. Þetta gjörðist á
dögum Ketils biskups (1122—1145), og hafa þetta verið
óbyrgð op, því þá var ekki á glergluggum von; þeir
eru i fyrsta sinni nefndir í máldaga um 12206), og
þegar Páll biskup kom til stóls síns nývígður, er það
haft til marks um rausn hans, að hann hafði með sér
tvo glerglugga7). Um annan innri frágang kirkjunnar
eru engin gögn önnur en þau, að í kirkjunni var fastur
biskupsstóll (cathedra), þvi er bein Jóns voru tekin
upp, sat Brandur biskup »í stóli sínum i kantarakápu« 8).
Hvort önnur sæti hafa verið á kór á þessari kirkju,
verður ekki séð. Ivringum kirkjuna hafa verið smákofar
handa einsetumönnum9), og áfast sönghúsi
sunnan-megin var einsetukofi (erimitorium) Hildar nunnu. Á
Oxakirkju hafði verið blýþak10), og hefur varla verið
minna haft við kirkju Jóns biskups. að farið

1) B. S. I, 586. 2) B. S. I, 585. 3) B. S. I, 829 sbr. 885. 4)
B. S. I, 206. 5) L. c. 6) D. I. I, 407. 7) B. S. I, 131. 8) B. S. I,
186. 9) B S. I, 239. 10) Bls. 8 í þessu riti.

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0591.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free