- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
201

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

201

Stöpullinn var svo sem getið hefur verið 17 X 17 álnir
islenzkar. Um hæð hans er ekkert hægt að vita, en
ætti kirkjan að samsvara sér nokkurn veginn, hefur hann
að vegghæð ekki verið lægri en framkirkjan var löng,
og hefur hann verið gjörður það á uppdráttunum, enda
heldur hann þar með grundvallarhlutföllum
kirkj-unnar —, sem ekki virðast hafa verið gullna sniðið
(sectio aurea). Stöpullinn hefur óefað verið gjörður úr
lóðréttum stokkum, og hefur varla getað verið um það
að tala, að hafa hann hærri en þetta úr því efni, og
hefur þá þó orðið að skeyta saman trén. Utan var
hann skorðaður með skástoðum, eins og öll kirkjan1)
(sbr. Tafla III, IV, V). Var gengið inn i stöpulinn að
utan um dyr-’), og úr stöpli i kirkju um aðrar2), og
mun hafa verið sá siður, að stöpull væri opinn nætur
sem daga, en kirkjan ekki2). Voru 12 sperrur í
stöpl-inum8), og lopt í honum að minsta kosti eitt4), og lá
þangað stigi að neðan6). Á loptinu var að minsla kosti
einn gluggi, — hvort það hafi verið glergluggi eða opin
glufa sést ekki6) —, en vafalaust hafa þeir verið fleiri,
þó ekki sé getið nema eins. — Á myndirnar hafa þeir
verið settir til að setja á stöpulinn svip. Óvíst er hvort
i stöpli Hólakirkju hafi verið kirkja á loptinu, eins og
i Skálholti, eða ekkert nema klukknastólar. 1525 eru í
stöplinum 12 klukkur, og 1550 nokkru fleiri, þar með
Jónsklukka og Mariuklukka, sem siðar verður að vikið.
óliklegt er að veggir stöpulsins hafi verið alveg lóðréttir,
heldur mun þeim hafa hallað inn á við, svo að hann
mjókkaði upp eptir. Það var mjög viða svo6), þvi með þvi
móti tóku stöplarnir minna á sig í veðrum og voru
stöð-ugri. Hvernig þaki stöpulsins hefur verið fyrirkomið er
ekki kunnugt, á uppdrættina er það sett af handahófi i
likingu við það, sem á ýmsum trékirkjum var, en óefað
hefur það verið úr blýi eða kopar.

1) B. S. II, 320. Magnús klerkur rendi sér niður stoðina.

2) L. c. 3) Lbs. 290. Fol. bls. 290 sbr. A. Esp. VI, 25 4) B. S. II,

320. 5) L. c. 6) Olte I, 32.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0597.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free