- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
215

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

215

kapítula, þeim hefði aldrei dottið í hug að ýta undir
það, að kapítulinn næði nokkru valdi, enda varð ekkert
úr þessu eptir daga Jóns IV., þó honum væri full alvara;
það sýnir kórprestatal hans1). En alveg undir
siða-skiptin skýtur islenzkur kapituli upp kollinum, og í
þetta skipti í syðra biskupsdæminu. 1519 senda fógetir
lögmenn, lögréltumenn og öll alþýða Kristjáni
Dana-konungi II. kveðju guðs og sina, og segja honum að
Stephán biskup sé andaður: »Dar vm hel’t dat kapitel
und dat gemeine rad in Skalholt ut gesandt einen
fro-nien und ein werdig person herr Aumund abot in
Videy um des willen dat herr Eirek de wolverdig
arts-bischop in Druntheim et cetera wille sinen gnaden und
otmödigkeit an uns und en bewisen und wigen den
suhven herrn Aumund to einen vullmagtig bischop to
Skalholt«2). (Þvi hefur kapitulinn og hið almenna ráð
i Skálholti sent út fróman og verðugan mann herra
Ögmund ábóta í Viðey, í þeim tilgangi, að herra
Eirik-ur velverðugur erkibiskup í Þrándheimi o. s. frv. vildi
sýna oss og honum náð sína og velvild, og vígja sama
herra Ögmund til fullvalds biskups i Skálholti.) Þetta
er fullkomin sönnun þess, sem reyndar engin ástæða
var til að efast um, að kapituli bafi og verið i
Skál-holti, og eins hins, þó að hér sé að vísu ekki um hreina
kapitulakosningu að ræða, því bréfið ber það með sér,
að biskupsefni var og kosið af leikmönnum, að
kapi-tulinn hafi að minsta kosti að þessu sinni átt hlut að
biskupskosningunni. Þetta mál alt er efni í stóra
rit-gjörð. og er ekki hægt að gjöra þvi hér þau skil sem
ber. Það er þó hér með fullsannað, að á biskupsstólunum
hafi verið kapitular, þó að þeir hafi aldrei náð þeim
völdum, sem þeir náðu víðast hvar annarsstaðar, og
gœtti þeirra því sama sem ekki.

Það er því ekki að furða, að Hóladómkirkja ætti
kórsbræðra forma; voru þeir fjórir, og hafa óefað verið
tveir hvorum megin kórs. Þessir formar voru enn i

1) D. I. IV, 421. 2) D. I. VIII, 694. Normaliseraó af mér.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0611.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free