- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
219

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

15

þar grafið niður, og komu þá á svo sem álnardýpi i
ljós tvö veggjarbrot, bæði hlaðin úr stórum steinum;
var annað hærra og nær kirkjunni lóðrétt upp og niður,
hitt fjær, en utan i innra veggbrotinu. Var það svo sem
V3 úr feti lægra en innra veggbrotið, og miklu breiðara að
neðan. Var innra veggbrotið úr miklu stærra grjóti en
hið ytra. Náði ytri veggurinn að austan á svo sem
miðjan innra vegginn, og hælti þar, og var auðséð að
hann hat’ði aldrei náð lengra (sjá töflu IX og mynd 8
og 9). Var auðséð, að þetta var undirhleðsla undir
grunnmúr tveggja húsa, og eins að ytri veggurinn var
undirhleðsla undir húshorn. Hlaut þvi grunnur þess húss
og húsið sjálft að hafa staðið töluvert miklu vestar og
sunnar en innri veggurinn. Gat varla verið neinum
blöð-um um það að fletta, að innra brotið myndi vera
undir-hleðsla undan kirkju Guðbrands, og ytra brotið undan
kirkju Péturs. Fj’rir vestan stöpul kirkjunnar, sem nú
stendur, er nokkurskonar hlað, sem er liðugar íjórar
álnir á lengd, og upp að því liggur legsteinn Árna
bisk-ups Þórarinssonar. Sögðu elztu menn i sveitinni, að
þar hefði aldrei verið neitt lík niður sett. Var blaðið
kannað með járnkarli, og reyndist allviða fast undir.
Var nú mælt hvað langt væri út fyrir þetta hlað frá
þeim stað, þar sem ætla mátti, samkvæmt
undirhleðsl-unni, að verið hefði austurgafl Péturskirkju, og
reynd-ist legsteinn Árna biskups 48 álnir islenzkar frá þeim
stað. Nú voru þeir feðgar, eins og þegar hefur verid
sýnt, grafnir rétt innan við framkirkjudyrnar á
Péturs-kirkju, en framkirkja hennar var 50 álnir íslenzkar á
lengd. Var þvi ekki með öllu vonlaust að koma niður
á leifar þeirra feðga, þar sem þarna hafði aldrei neinn
verið grafinn. Hinsvegar mátti ganga að því vísu, að
gröfum þeirra hefði verið raskað og þær rændar af
Gisla biskupi, er nýja kirkjan var bygð, eins og grafir
annara1). Var þar því grafið niður; rétt undir
yíirborð-inu, svo sem tæpa hálfa aðra alin, kom niður á tvo

1) Æ. J. P. I, 203.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0615.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free