- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
269

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

269

1374. Kápur betri og léttari 52.

1396. — 48.

1500. — 48.

1525. 1) — 21.

2) - 19.

3) Kápu l1).

1550. 1) Kápur heilar 8.

2) — uppgefnar 4.

3) Kantarakápu með flugel2).

1283 andaðist Margrét Noregsdrottning og »gaf hún
möttul sinn til Hólakirkju og lét Jörundur biskup gjöra
úr kápu, er siðan er kölluð drottningarnautur«3). Þegar
Magnús konungur Eiriksson og Blanka drottning gjöra
testamenti sitt 1347, ánafna þau Hóladómkirkju eina
kórkápu með öðru fleira4).

C. Auðkennisföt. Þó að þau föt, er nú hefur verið
getið um, séu i sjálfu sér öll auðkennisföt, þá eru þó
nokkur föt, sem sérstaklega eru ætluð til að sýna tign
þess er ber þau, annaðhvort beinlinis með þvi að þau
séu borin, eða óbeinlinis með því hvernig þau eru
borin. Allir, þeir sem hinar meiri vigslur höfðu þegið,
báru eitthvert slikt auðkennisfat. Auðkennisfötin eru:
handlín, stóla, pallium og að nokkru leyti rationale.

1.) Handlín (manipulus, mappula, fano) var — og er
— auðkenni subdjákna, og var borið á vinstri
niðurhand-legg. Báru það og allir þeir er hærri vigslu höfðu — djaknar,
prestar og biskupar, — og á sama hátt. Var þetta fat
að-eins borið í messu. Fat þetta hefur borist i kirkjuskrúðann
úr borgaralegum fötum. Rómverjar báru sveitadúk, sem
þeir að visu aldrei notuðu, heldur báru fyrir siðasakir,
svipað og karlmenn nú eru með mislitan silkivasaklút í
brjóstvasanum, og úr honum er fatið til orðið.
Uppruna-lega var það úr líni. En þegar komið var fram á 9. öld,
var það búið að missa alt eðli sveitadúks — og orðið að

1) Hefur vafalaust verið ætluð biskupi, pvi hún er geymd í
biskupskistu. 2) Það er sú, er Jón biskup VI. lagði til og nú er
í Pjóðminjas. ísl. 3) I. A. 260. 4) D. I. II, 845.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0665.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free