- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
273

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6 í HJALTADAL 273

áður verið erkibiskup i Uppsölum. Biskupinn á
Möðru-vallatabúlunnni er með pallium. Var notkun pallii
bundin við ákveðna daga, og er hægt að fylgja þvi eptir
palliumsbréfunum i islenzku fornbréfasafni, bvernig
þeim er altaf að fjölga þangað til 1253l), að þeir eru
hér um bil eins og nú 2).

4.) Rationale var fat, sem aðeins sumir biskupar báru,
og var því varla auðkennisfat þeirra; það voru langfæstir
sem notuðu það. Það er fyrst getið um það 980, og
ekki er kunnugt að aðrir hafi notað það en 16 þýzkir
biskupar8) og tveir öþýzkir (Aquileja og Krakau)4), og
notuðu þeir það aðeins með böppum og glöppum.
Hvarf það smám saman svo að nú nota það aðeins
fjórir biskupar. Það hlýtur þvi að stórfurða mann að
Hóladómkirkja á

1374 Rationalia tvö, og

1396 –— 6),

en vitanlega hafa þau verið notuð úr þvi þau voru til.
Þetta er mjög einkenniiegt, þar sem notkun fatsins var
svona takmörkuð, og þar sem jafnvel sjálfur páfinn
notaði það ekki. Olmer hefur i riti sínu6) talið
ratio-nalia þau, er Hólamáldagarnir nefna, vera rit
Durand-usar með þvi nafni, og sem hér er margvitnað i, en
það fær ekki staðist, þvi i máldaganum 1396 er þetta
rit einmitt talið sér á parti auk þessara áhalda.
Regist-ur fornbréfasafnsins telur þau og ranglega með
bók-um7). Einhverja grein verður að reyna að gjöra sér
fyrir þvi, hvernig þetta fágæta fat hefur borist út til
Islands8). Biskuparnir fyrstu, ísleifur og Gissur, höfðu

1) D. 1.1, 583. 2) Pontificale romanum: de pallio; sbr. Cære-

öioniale episcoporum Lib. I, cap. 16, 4. 3) Þar i taldir biskup-

arnir í Toul og Luttich, sem pá lágu undir Þýzkaland andlega og

veraldlega. 4) Braun: Paramentik 174. 5) Vafalaust hin sðmu.

6) Bls. 42. 7) Wallem bls. 126 fer þó rétt með þetta. 8) Það

virðist að visu svo sem íslandsbiskupar hafi ekki verið einasta
undantekningin frá reglunni; norskir biskupar virðast og hafa

borið rationale. í Björgynjarkálfskinni er getið um rationale i
Þvi sambandi, að enginn efi getur á leikið, að átt sé við fatið,.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0669.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free