- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
296

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

og verið innleiddar um sama leyti og brikur. Tabulum er
fyrst nefnt 1269 ^), en úr þvi ekki fyrri en 13182). Tabúlur
tvær íslenzkar eru til; önnur, frá Möðruvöllum i
Eyja-firði, er i Þjöðminjasafni voru og hefur verið margnefnd
hér. Er á hana miðja skrifaður Marleinn biskup, en
honum var kirkjan helguð3), og sin hvorum megin tvær
myndir úr lifi Marteins. Svipar henni mjög til norskra
tabúla (Kaupangur-tabúlunnar i Þjóðminjasafni Dana),
en er þó áreiðanlega islenzk. Er hún frekar
einkenni-leg en falleg. Hin er í Þjóðminjasafni Dana; er hún frá
Grund og fylgir henni brik sú, er áðan gat um, og er
á brikina og tabúluna skrifuð sama myndin, en
hvort-tveggja er norskt. Þó merkilegt sé, er þess hvergi getið
i máldögunum að Hólakirkja hafi átt tabúlu neina, og
vist er það, að háaltarið hefur að minsta kosti fram
yfir daga Laurentiusar biskups verið tabúlulaust, þvi Einar
Hafliðason segir 1331 við Skúla Ingason: «Mikin fögnuð
má biskup láta smiða kirkjunni til prýði með þessu
brendu silfri og gulli, ef hann vill láta gjöra skrín eða
tabula fyrir altari«4), og líklegt er að hún hafi aldrei
átt neina, enda var þess engi þörf, ef fordúkar voru
nógir og góðir. Um hæð altara, breidd og lengd veit
maður ekki annað en það, sem ráða má af málinu á
dúkum, fordúkum og tabúlum. Hólafordúkurinn er
189 x 94,5 cm, Möðruvallatabúlan 120 x 94 cm6),
Grundartabúlan 151,5 X 97,5, fordúkurinn frá
Drafla-stöðum 100,5 X 112, og fordúkurinn frá Klausturhólum
nokkuð minni (báðir eru í Þjóðminjasafni voru — um
þá síðar —), og má þar af sjá hæð og lengd þeirra
altara, er þeir dúkar og tabula hafa verið fyrir. Um
breidd altaranna verður litið vitað, en altarisdúkurinn
frá Hólum6) er 78,5 cm, og dúkurinn í Þjóðminjas. ísl.
nr. 2371 er 74 cm breiður, en á lengd eru þeir 205 og 117
cm og sýna breidd þeirra altara, sem þá báru. Sigurður

1) D. I. II, 62. 2) D. 1. II, 448. 3) Sjá bls. 46 hér. 4) B. S.

I, 875. 5) Henni hefur Matthías Pórðarson lýst vel i A. I. F. F.
1913, 64—78. 6) Sjá um hann síðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0692.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free