- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
303

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

303

alþekta skriptaboð Píusar I. páfa1) skipar að hafa fjóra
dúka. Aðrir skipa meira að segja að hafa þá fimm, en
Durandus nefnir tvo: «duplici mappa debet operiri
at-tare«s). Hér á landi gjöra tveir siðir vart við sig i þessu
efni. Hinn eldri var sá að hafa ekki nema einn dúk, eða
að það að minsta kosti nægði að hafa hann ekki neina
einn. Skriptaboð Þorláks segir: »syngja skal messu þótt
altarsdúkur sé óvigður eða lindi«3) og tekur skriptaboð
Jóns biskups I. Halldórssonar ákvæðið upp óbreytt4),
og er hér bersýnilega aðeins ætlast til að dúkurinn sé
einn. Hefur hann að jafnaði einnig verið nefndur blæja6)
eða altarisblæja6) og er það heiti nefnt siðast 14617),
en hefur þá um skeið aðeins verið nefnt á stangli. —
Yngri siðurinn var að hafa dúkana tvo, vígsludúk og
saurdúk8) og eru báðir nefndir i fyrsta skipti 14619),
og má af því ráða, að þá sé gamli siðurinn alhorfinn
og hinn nýi kominn á. Hann hefur þó verið orðinn
löngu kunnur og verið að smáfærast yfir, þvi allopt er
fyrir þann tíma talað um »altarisklæði með dúkum«
eða eitthvað á þá lund, og getur það vegna fleirtölunnar
»dúkum« aðeins átt við yngri siðinn, og er svo í fyrsta
sinn til orða tekið 133110). Eptir þvi hefur hinn nýi
siður verið rúmlega 100 ár að komast á. Altarisdúkar

1) Útdráttur úr því er í breferinu i þriöja ræðingnum á
messudag hans 11. Júli. 2) Ralionale fol. 5. 3) D. I. I, 244. 4) D. I.

II, 599. í B-textanum bls. 604 stendur: «Syngja skal messu, ef
nauðsyn ber til, þótt missi altarisdúks« o. s. frv. Að orðfæri er
staðurinn óbjagaður, en að efni til gjörbrenglaður. Petta er
ó-hugsandi að sé rétt, það er þvert ofan í öll kirkjulög allra tíma
og alla venju. í statútu Wilhjálms biskups af Worcbester 1229
segir: »Tria lintea, sive unum benedictum, ad minus«, þrir
lin-dúkar, eða að minsta kosti einn vígður, og eru það lægstu kröfur,
sem gjörðar hafa verið, enda leggur skipan Eilífs og Jóns eyris
sekt við að syngja messu svo altarisblæju vanti (D. 1. II, 562),
sbr. Braun: Parameniilc bls. 213. 5) T. d. D. I. I, 266. 6) T. d.
D. I. II, 668, 7) D. I. V, 309. 8) Wallem bls. 125 getur ekki frætt
mann á öðru um þessa dúka en því, að hann botni ekkert í
(staar mig ikke klart), hvernig sambandi þeirra og corporalanna
sé varið. 9) D. I. V, 251, 274. 10) D. I. II, 666,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0699.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free