- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
338

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

338

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

þess, auk þeirra dúka, sem getið hefur verið, og
altaris-steins, kaleik og patinu1). Uppruni og þróun skiptir
hér engu máli, því þegar kristni fluttist hingað, voru
hæði búin að fá á sig það snið, sem þau hafa enn:
bikarsbolli á fæti og diskur er fellur yfir bollann.
Eitt-hvað virðist patinunotkun þó hafa verið takmörkuð
fram á miðja 14. öld, því Jón biskup Sigurðsson býður
í skipan sinni 1345, að prestar »neyti guðs líkama af
patinu«2). Ekki eru til nein islenzk ákvæði um, úr hverju
kaleikur og patina skyldu vera, en í Gratian er tiltekið,
að þessi áhöld megi vera úr gulli, silfri eða tini, en
bannað að þau sé úr kopar, messing, tré eða gleri3).
Að visu eru hér nefndir gullkaleikar4), silfurkaleikar
ógyltir6), silfurkaleikar gyltir6) og algyltir7), en eptir
reglunni hefur þó ekki verið farið nema þegar svo bar
undir, þvi einnig er nefndur glerkaleikur8),
koparkaleik-ur9) og eirpatina10). Um fráganginn er stundum getið,
t. d. »gullkaleikur með gyltum smisuma11), «kaleikur
með víravirkjum algyldur«12), en langoptast er þess þó
getið, hvað kaleikarnir vegi, séu þeir úr dýrum málmi,
t. d. »kaleikur er stendur 11 aura«13), »silfurkaleikur
gyltur er vegur 12 aura«u). En hér um eru svo miklu
betri gögn en máldagarnir, nefnilega kaleikarnir sjálfir.
í Þjóðminjasafninu i Reykjavík eru að minsta kosti 11
kaleikar, sem áreiðanlega eru frá miðöldum16), allir úr
silfri og hinir prýðilegustu að gerð, sumir með
róm-önsku sniði, sumir með gotnesku, og eru tveir þeirra,
annar frá Skálholti16) og hinn frá Grund"), sannnefnd
listaverk, og er hinn siðarnefndi settur gimsteinum.

1) T. d. D. I. I, 243. 2) D. I. II, 795. 3) Decretum, pars

tertia de consecratione, canon 44, 45, distinctio I, sbr. Decre-

talia Gregorii caput 5, liber I, titulus 14. 4) T. d. D. 1. I, 417.

5) T. d. D. I. II, 737. 6) T. d. D. I. I, 402. 7) T. d. D. I. II, 259.

8) D. I. III, 512. 9) D. I. VII, 43. 10) D. I. IX, 322. 11) D. I. IV,

104. 12) Ibid. 13) D. I. II, 378. 14) D. I. II, 463. 15) Nr. 2596,

3436, 5599 a—b, 5908, 6120 a-b, 6168 a-b, 6236, 6267 a—b, 6440

a—b, og auk þess tveir í Vídalínssafni. 16) Nr. 2596. 17) í

Vídalinssafni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0734.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free