- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
361

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

361

legast var, eptir að kristni komst á hér, að það væru
stokkar í laginu sem hús með risi og burst. Eru þau
tvö, sem til eru, bæði með því lagi. Er annað frá
Val-þjófsstað í þjóðminjasafni voru1) og er það úr tré lagt
gyltum og gröfnum koparþynnum og hefur verið sett
kristöllum. Hitt er frá Keldum og geymt í
þjóðminja-safni Dana2) og af sömu gerð, nema hvað
koparþynn-urnar eru drifnar. Eptirtakanlegt er það á
Valþjófs-staðaskríninu, hve gatið á botninum, þar sem láta skyldi
inn um hina helgu dóma, er litið, ekki að ummáli
nema á borð við eldspitustokk, svo ekki hafa þeir verið
miklir um sig. Auk þess sem slík ilát sem þessi voru
höfð undir helga dóma, voru allopt notaðir pungar").
Um stór skrin gat ekki verið að ræða nema utan um
íslenzku dýrlingana tvo, Þorlák og Jón, og svo
Guð-mund, sem raunar hvorki frá formsins hlið né í
fram-kvæmdinni var dýrlingur4). Lýsing ágæt á einu stóru

1) Nr. 3612; lýst með mynd í Á. í. F. F. 1898. 2) Nr. CMXXXIII.
Mynd hjá Wallem, 64. 3) T. d. B. S. I, 375. 4) í sjálfu sér voru
báðir, Þorlákur og Jón, ekki löglegir dýrlingar; helgi þeirra var
lögtekin af alþýðu og biskupum á alþingi (communi episcorum
et populorum consensu). En skömmu áður en sú samþykt var
gjörð, hafði Alexander páfi III (1159—81) lagt öll slík mál undir
páfa einan (Decretalia Gregorii caput 1, liber III, titulus 45, sbr.
caput 3, liber III, tit. 45). Engu að síður voru þeir haldnir sem
heilagir og tíðir þeirra sungnar, og varð helgi þeirra lögfest af
ólög-legri venjunni (consuetudo contraria specialis contra legem), og sér
pað á, því ekki eru þeir I martyrologio. Um Guðmund er öðru
máli að gegna; dómur hans var að vísu tekinn upp, en tiðir
voru honum engar sungnar né messur, heldur þvert á móti
sálumessur (B. S. I, 829); jartegnir hans voru þvi
kirkjuréttar-lega séð ekkert annað en, ef svo mætti segja, skottulækningar.
Safnast höfðu 1522 um 200 rínargyllini til að koma Guðmundi í
helgra manna tölu (D. I. IX, 120) og afhenti Jón biskup VI. Ólafi
erkibiskupi Engilbrigtssyni þá peninga, en erkibiskup lofaði aö
láta kanonisera Guðmund, »ef pað væri guðs vilji« (D. I. IX, 336).
En það var ekki, sem ekki heldur var von til, því Guðmundar
saga ber það með sér, að hann var varla með réttu ráði, og
hugsaði ekki um annað en að verða dýrlingur hvað sern kauraði
og var hann léleg skræmimynd af hinni miklu fyrirmynd sinni,
Thomasi erkibiskupi. Páfastóllinn var ófáanlegur til að kanoni-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0757.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free