- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
390

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

390

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

um voru og bekkir, að minsta kosti að einhverju leyti.
Hvort knébeðir hafi verið í kirkjum svo sem nú
tíðk-ast er óvist, að vísu er talað um að menn i kirkjum
falli á knébeð J), en af þvi er þó ekkert ákveðið hægt
að ráða. Um formana (stalla) á stærri kirkjum,
klaust-urkirkjum og dómkirkjum, þar sem klerkar,
konventu-og kórs-bræður sátu og fluttu tiðir sinar, hefur verið
talað. Nú sátu prestar þegar messan var flutt, meðan
sungnir voru vissir partar hennar; þurftu þeir þvi að
hafa stól til þess, enda eru opt nefndir stólar á
kirkj-um, sem eklci geta hafa verið til annars. Nöfnin voru
margvisleg: stóll2), kirkjustóll8), setstóll4), prestsstóll5)
og frammistöðustóllc), en það var kallað að hafa
frammi-stöðu að syngja messu eða tíðir. Að þvi er efnið snertir
er nefndur fjalastóll7) og eikarstóll8). Um frágang
stói-anna er nefnt, að þeir séu læstir9) eða að geyma megi í
þeim messuföt10), eða þeir eru blátt áfram nefndir
messu-fatastólar"), sem bersýnilega alt er sami frágangurinn.
I skrúðhúslausum kirkjum, þar sem prestur hafði alla
bækistöð sina fyrir og eptir embætti á kórnum eins og
alment var12) mátti til með að nota hverja skonsu
undir messureiðu, og voru stólarnir kjörnir til að hafa
geymslu undir setunni. Þar sem færi var á þvi, að
prestur syngi messu með djáknum þurfti annað hvort
þrjá stóla, sinn handa hvorum djákna og presti, eða
bekk handa öllum. Grundarstólarnir i þjóðmenjasafni
Dana18) eru óefað prests og djáknastóll, en ekki
hús-bónda og hústrúarstóll eins og Matth. Þórðarson vill
vera láta, i annars ágætri grein um þáu). Dregur hann
það af þvi að annar stóllinn er minni. Þessir stólar
voru þó i upphafi þrir eins og Matthias færir góð rök
fyrir. En til hvers var þá þriðji stóllinn? Annar stóllinn
er minni, og ef þriðji stóllinn væri til enn myndi hann

1) T. d. B. S. I, 352. 2) T. d. D. I. I, 255. 3) T. d. D. I. III,
169. 4) T. d. D. I. V, 315. 5) T. d. D. 1. IV, 64. 6) T. d. D. I. IX,
314. 7) D. I. III, 566 8) D. 1. VII, 740. 9) T. d. D. I. V, 252.
10) D I. II, 466. 11) D. 1. V, 675. 12) B. S. I, 438. 13) Nr. 7726
og 7727. 14) Á. í. F. F. 1917, 1-8 með myndum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0786.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free