- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
400

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

400 DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M SAFN V

lausnarstein á engin önnur. Það var suðrænn ávöxtur,
sera barst hingað með Golfstraumnum. Eg hlýt að fallast
á skoðun Wallems1) að hér sé einhver hjátrú á ferðinni.
Miðaldakirkjan var annað en hjátrúarlaus, t. d. var
al-menn trú að corporale varnaði eldsuppkomu. Því buðu
kirkjuskipanir frá Cluny að alt af skyldi corporale vera
til taks í kirkjunum2). Hvaða hjátrú fylgdi veit ég þó ekki.

Getið var hér um islenzkan listamann i Noregi,
Stephán Hauksson. Svo segir að Laurentius biskup léti
»hann búa Jóns bolla Hólabiskups, hvern hann hafði til
Róms«B). Var þelta minnisskál Jóns biskups ætluð til
veraldlegrar drykkju. Af stað þessum sýnist Laurentius
hafa farið til Rómar, með bollann, i því skyni að gefa
hann þar. Með öllu er þó ókunnugt að Laurentius hafi
þangað komið, enda á Hóladómkirkja:
1374. Jónsbolla með loki.

1396.–— —

1550. Jónskúpu með loki.
Sögnin er því eitthvað skekt.

Þeir kirkjugripir, sem hér hefur verið Qallað um
lúta flestallir að hinni andlegu starfsemi kirkjunnar eða
voru kristninni til prýði. Þó bregða máldagarnir upp
annarri ásjónu kirkjunnar, og skal að eins drepið á það
til gamans. Hóladómkirkja átti nefnilega:
1396. 1) Hálsjárn og

2) Fingrajárn tvenn,
og er þetta nefnt beint innan um kirkjugripina:
»cruci-fixum, fingrajárn tvenn, járnstika með skipi, sessur 2
illar, hálsjárn, messubrefver«. Eptir farandi klausa úr
Flateyjarannál4) er nægileg skýring við þetta: »Jðn
biskup [Sigurðsson] fangaði Arngrim, Eystein og
Magn-úr bræður i Þykkvabæ fyrir það er þeir höfðu barið a
Þorláki ábóta sínum. Þeir urðu og opinberir að saurlífi»
sumir að barneign. Var Arngrimur settur í tájárn, en
Eysteinn i hálsjárn. Hólabiskup [Ormur Ásláksson]

1) Bls. 123. 2) Braun: Paramenlik II. útg. bls. 208. 3) B.
S. I, 843 sbr. 900 4) I. A. 402 sbr. 274.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0796.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free