- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
11

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 11



land, hljóti að vera norðausturströndin á Labrador,
eða rjettara sagt einhvers staðar á henni. Enginn hefur,
svo mjer sje kunnugt, bent á staðinn eptir sögunni,
auðkendan af hinum mörgu og stóru héllum. En
al-kunnugt er, að mikið er um melrakka þar um slóðir
enn í dag.1)

Frásögnina um ferð Þorfinns til Marklands hafa
ekki allir skilið á einn veg. Gustav Storm leit svo á,s)
að orðin »ok brá til landsuðrs úr suðri« bentu ótvírætt
til þess, að þeir Þorfmnur hefðu haldið yfir til
Ný-fundna-Iands, því að það sje einmitt i landsuður frá
austurhluta Labradors. En hjer er aðgætandi, að átt er
við, að þeir Þorfinnur hafi siglt þaðan, sem þeir komu
fyrst að Labrador og nefndu Helluland, nokkru meira
til austuráttar en áður. Það hljóta þeir sýnilega að hafa
gert, þvi að svo er stefnan á norðausturströnd
Labra-dors. Storm áleit, að Nýfundna-land sje Markland og
það er í sjálfu sjer ekki ólíklegt, en lýsingin á
fram-haldi ferðarinnar bendir þó fremur á, að Markland sje
austasti hlutinn á Labrador, svo sem H. P. Steensby
prófessor hjelt fram í ritgerð, er hann skrifaði 1917
um ferð þeirra Þorfinns.3) Lýsingin á Marklandi er
heldur fáorð i sögunni, en það sem hún nær, getur
hún vel átt við austasta hlutann á Labrador, því að
þar kvað vera skógar miklir, einkum er nokkuð dregur
frá sjó. I Grænlendingaþætti er nokkru fyllri lýsing á
Marklandi: »Þat land var skógi vaxit ok sandar hvitir
víða þar sem þeir fóru ok ósæbratt«. Þessi lýsing kvað
ekki eiga síður við suðausturhlutann á Labrador.
Innan-við Fagreyjarsund (Strait of Belle Isle) er nefndur

1) Sjá Aarb. f. nord. Oldkh. og Hist. 1887, bls. 335.

2) Aarb. f. nord. Oldkh. og Hist. 1887, bls. 332.

3) Meddelelser om Grönland, LVI., getið hjer áður um á
bls. 9. — Hjer hefur slæðst inn undarleg villa hjá Steensby
(south-west á bls. 164 og 165, fyrir south-east), en hún raskar
þó ekki verulega rjettri rökfærslu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free