- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
42

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

42

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 42

en ekki karl, og að hún myndi óhrædd verjast með
hinu bitra vopni, ef ráðist yrði á hana. En þetta alt
nægir ekki til að skýra ótta og flótta Skrælingja; það
nægir að eins til að skýra, hvers vegna þeir unnu
Frey-dísi ekki mein.

Hjer kann að vera um misskilning að ræða á
ástæðunni til burtferðar Skrælingja. Ef til vill hefur
þeim fundizt, að nú hefðu þeir nóg að gert, hefnt
ræki-lega þeirrar illu meðferðar, er þeim fannst þeir hafa
orðið fyrir áður. Jafnframt höfðu þeir sjeð, að þessir
nýju gestir í landinu gátu orðið þeim skeinuhættir:
»Tveir menn fellu af Karlsefni, en fjöldi af
skræling-um«. »FIótti« þeirra til skipa var ef til vill enginn
verulegur flótti, heldur skjótleg brottferð.

En þvi má ekki gleyma, að hjer er um Skrælingja,
Indíána, að ræða. Peir kvað vera ótrauðari til aðsóknar
en til að neyta unnins sigurs. Þeir hafa sennilega verið
fullir hjátrúar og hræddir við alt, sem þeir skildu ekki
og könnuðust ekki við. Þeir kunna að hafa skilið
Frey-disi og það, að hún sletti sverðinu á bert brjóst sjer, á
annan hátt en hún eða þeir Karlsefni höfðu hugmynd
um, og það virðist jafnvel eiga að skilja frásögnina
þannig, að þeir Karlsefni hafi litið svo á; þvi lofa þeir
»happ« hennar. En það er erfitt að gera sjer i
hugar-lund hina sönnu ástæðu til ótta Skrælingja og flótta
þeirra; þvi að það, að Freydís hefur haft sterk áhrif á
þá með ofsa sinum og merki þvi, sem hún gaf með
sverðinu og sem þeim ef til vill hefur verið
óskiljan-legt, það hvort tveggja virðist tæplega nóg ástæða.

«Þeir Karlsefni þóttust nú sjá, þótt þar væri
lands-kostir góðir, at þar myndi jafnan ótti ok úfriðr á liggja
af þeim er fyri bjuggu«. Þetta var ástæðan til þess, að
ekkert varð af nýiendustofnun i þessu góða landi i
þetta sinn.

Landshagir voru að öllu leyti betri á Grænlandi
þá en nú, og landrými mikið. Sama máli var að gegna
á Islandi, þótt þar hefði þá bygð verið miklu lengur.
Frá móðurlandinu, Noregi, höfðu orðið miklir mann-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0060.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free