- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
10

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(10

UM ÍSLENDINGA SÖGU

Þegar sagt hefur verið frá vigi Halls
Kleppjárns-sonar (1212) og utanför Guðmundar biskups (1214), er
síðara helmingi Hrafns sögu skotið inn á eftir 35. kap.
ísl.s. Hefur þar að segja frá útkomu Hrafns og biskups
1203, og er sagan rakin til enda (1214, gerð Þórðar
Sturlusonar um vig Hrafns, eða 1217, útkoma Þorvalds).
En i þess stað sleppir safnandi kafla þeim i Isl.s., þar
sem sagt er frá vigi Hrafns, en sú grein hefur verið
tek-in upp i Resensbók, sem hefur varðveitt texta Sturlu á
þessum stað.1)

I 163. kap. Isl.s. segir stuttlega frá útkomu Þórðar
kakala i Ej’jafirði, ferð lians suður á land og vestur um
í Dali. Þá leggur safnandi frá sér íslendinga sögu og
tekur til Þórðar sögu kakala. Hefst hún á yfirliti um þá
viðburði, er gerzt liöfðu hér skömmu áður en Þórður
kom út, og segir siðan frá ferðum Þórðar, likt og gert
er i 163. kap. Isl.s., en að vísu miklu nákvæmar og með
ekki alllitlum atvikamun.2) Yar þó auðvelt að komast
lijá missögnum, með þvi að láta aðra frásögnina nægja,
en fella niður tilsvarandi kafla úr hinni. En safnandi
hefur ekki hirt um þetta. Yiðar ber og Islendinga sögu
og Þórðar sögu á milli, þar sem minnzt er á sömu
at-burði í báðum sögunum.3)

Res. er getið um liaustið og i 18. kap. „þenna vetr". En i Sturlungu
er upphafi 18. kap. vikið við: „þann vetr, er Guðmundr var fyrir
kennimönnum at Hólum ...." Áður hefur þess ekki verið getið
bein-linis í Sturl., að Guðmundur hafi verið fyrir kennimönnum, og
vís-ar safnandi því til greinar, sem hann liafði fellt niður. Að þessi grein
sé úr Isl.s., en ekki Prs., er vafalaust. Að visu vantar liana i AM
657 c, 4to, en þar er 18. kap. ísl.s. líka sleppt. BMÓ hefur sýnt fram
á, að þeir kaflar, sern Res. hefur fram yfir AM 657 e, muni liafa staðið

i frumriti þeirra (Safn III, 286—288). Auk þess ber greinin það með
sér. í lienni er sagt frá atvikum, sem Prs. greinir siðar
(bréfaskrift-irnar, Sturl.3 I, 264—267, Bisk. I. 478—481). Hér er og mótsögn við

Prs., þar sem sagt er, að biskupsefni hafi skipað öllum málum fyrir
norðan land þau misseri, en i Prs. segir, að „biskupsefni var svá
ráð-um borinn, at hann skyldi eigi ná, at þar væri bróðursynir hans"
(Sturl.3 I, 261, Bisk. I, 477), ásamt fleiri ummælum um ofriki
Kol-beins við biskupsefni. — 1) Bisk. I, 506, sbr. BMÓ: Safn III, 250—251.

— 2) Sjá BMÓ: Safn III, 437—441. — 3) S. st. bls. 444—446.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0096.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free