- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
13

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUULU ÞÓRÐARSONAR

13

sýnt fram á, að sú saga sver sig alstaðar i ættina til
Sturlu, þar sem ræðir um atburði, sem liann var
sjálf-ur viðstaddur,1) og má telja það alveg vafalaust, að
þessi saga sé réttilega eignuð Sturlu.

Nú eru allir á einu máli um það, að íslendinga saga
hefjist 1183, á frásögninni um lát Hvamms-Sturlu. En
hitt deila menn um, live langt sagan nái, live mikið
megi eigna Sturlu af siðasta liluta Sturlungu. Með
rann-sóknum sinum hefur B. M. Ólsen sannað, að Sturla
hef-ur ekki ritað Þórðar sögu kakala, Svinfellinga sögu eða
Þorgils sögu skarða, og eru þessar sögur algerlega
ó-viðkomandi íslendinga sögu. En hann telur söguna ná
einungis fram á árið 1242, eða yfir 2.—163. kap. eftir
kapitulatali Guðbrands Yigfússonar. Frásögnin eftir
1242 sé tekin eftir 3 sögum: Þórðar sögu kakala,
Svín-fellinga sögu og Gizurar sögu og Skagfirðinga.2) Fyrstu
8 árin sé Þórðar saga aðalheimildin, en fátt eitt tekið
úr Gizurar sögu, en á eftir Svínfellinga sögu sé þessum
sögum fylgt jöfnum höndum, og Gizurar sögu þó meir.
En Finnur Jónsson heldur þvi fram, sem fyr segir, að
íslendinga saga taki til, þegar Þórðar sögu þrýtur, og
sé livergi vott að finna um sérstaka sögu um Gizur og
Skagfirðinga, er skotið sé inn i þessar sögur.

Hér skal reynt að greiða nokkuð úr þessu
vanda-máli. Hygg eg, að skoðun Finns Jónssonar sé rétt i
að-alatriðum, og má benda á frásagnir i siðasta hluta
Sturlungu, sem virðast beinlinis sverja sig i ætlina til
Sturlu. Hinsvegar virðist ástæðulaust að gera ráð fyrir
sérstalcri sögu um Gizur og Skagfirðinga sem heimild í
Sturlungu. Verður þvi ekki lijá því komizt, að allmjög
verði deilt á B. M. Ólsen og rök lians fyrir máli sínu.

Aðalrök hans eru þessi: að allviða sé ritað um
Gizur af svo hlýjum hug og mikilli hluttekningu, að
óhugsandi sé, að það geti verið stilað af Sturlu, fornum
andstæðingi lians, einkum þar sem frásögn Sturlu beri
allviða vitni um kala til Gizurar og lialli jafnvel á hann;

1) Safn III, 394—415. — 2) Hér er átt við textann í I. Þorgils
saga skarða er einungis í II, og er auðvelt að greina hana úr.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0099.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free