- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
25

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUULU ÞÓRÐARSONAR

25

sem prentuð er í Festskrift til Finnur Jónsson, Kh. 1928,
bls. 84—94, og get eg vísað til hennar. En þar sem sú
bók mun vera í frekar fárra manna höndum hér á
landi, verður tæplega hjá því komizt, að skvra hér í
stuttu máli frá niðurstöðu þeirrar rannsóknar.

Heimildir þáttarins eru þessar1): 12. kap., um
landnám Ketilbjarnar, er að langmestu leyti tekinn úr
Landnámu, en textinn sver sig beinlinis i ættina til Ara
fróða („Svá segir Teitr"), og er frumlegri en þeir
Land-námutextar, sem nú eru til.2) Til niðurlags kap. svarar
ekkert beinlinis i Landnámu eða íslendingabók, og
mun orðað upp af höfundi þáttarins, en hið forna
þágu-fall „—dali" visar til fornrar skrifaðrar lieimildar og
bendir til Ara.3) Næstu kap. (13. og 14.) eru teknir upp
úr íslendingabók, þó þannig, að röðinni er nokkuð
vik-ið við og ýmsu sleppt, sem var óviðkomandi
Mosfelling-um og Haukdælum. Þó hefur brot úr
lögsögumannstal-inu slæðzt inn i 14. kap., en annars er því sleppt.

Siðari hluti þáttarins, frá orðunum: „Eptir Hall
bjó í Haukadal Teitr ...", i niðurlagi 14. kap., er
ó-háður íslendingabók og Landnámu og mun ritaður eftir
munnlegum lieimildum, nema síðari hluti 15. kap., er
rætt verður um siðar. í 15. kap. er ekki annað sagt frá
Halli biskupsefni og Gizuri lögsögumanni en hver
sögu-fróður maður hefur vitað. I 16. kap. er sagt frá
kvon-fangi Þorvalds Gizurarsonar, og er það hin ágæta og
alkunna saga um dætur Guðmundar griss á Þingvelli.
Frásögnin er þess eðlis, að þetta mun ekki liafa verið
á margra vitorði, enda gat enginn sagt frá viðræðum
þeirra systra, nema þær sjálfar. Hér er þvi að ræða um
munnmæli, er gengið liafa i ættinni.

Heimildir þáttarins eru þvi þessar:

1. Landnámabók Ara fróða.4)

1) Sbr. Safn III, 307—310 og ritgerðir Jiær, sem þar er vísað til:

Tímarit Hins isl. bmf. X og Aarböger for nordisk Oldkyndiglied 1893.

— 2) Landn. V, 12. — 3) Sbr. Sturl.2 I, 204, nmgr. 2 (aths. G. Vigf.). —

4) Eftir skoðun BMÓ hefur Ari samið sérstaka Landnámabók, og
hefur hann fœrt sterk rök fyrir máli sinu, sbr. Timarit bmf. X og
Aarböger 1893.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0111.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free