- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
29

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STURLU ÞÓRÐARSONAR

29

undi þáttarins. Þetta sannar tvennt: að ættartölurnar
liafa legið ritaðar fyrir safnanda Sturlungu og eru ekki
samdar af honum, og i annan stað, að sá sem ritaði upp
ættartölurnar og felldi niður ættarlölu Haukdæla, er
hinn sami sem höfundur þessa kafla i Haukdælaþætti.
Þetta er liin sterkasta sönnun þess, að safnandi
Sturl-ungu hafi frumritað þáttinn, þvi að alveg er
ástæðu-laust að telja þetta seinni viðbót við liann.

Þá kemur að síðasta kaflanum i þættinum,
frásögn-inni um Guðmundardætur frá Þingvelli. Hún er með
öðrum blæ, mjög nákvæm og sýnilega frumsamin af
höfundi þáttarins eftir munnlegum heimildum
ein-göngu. Frá samræðu jieirra systra hefur enginn getað
sagt, nema þær sjálfar, og er ekki ósennilegt, að
frá-sögnin sé að xnestu leyti sönn. Má ef til vill helzt gera
ráð fyrir, að önnurhvor þeirra systra liafi á gamals
aldri sagt börnum eða öllu heldur barnabörnum sínum
frá þessu. En Þóra eldri dó 1203 (Konungsannáll), og
er þvi að rekja frásögnina til Þóru yngri. Hennar er
sið-ast getið i Sturlungu árið 1243, óg hefur hún þá verið
liér um bil líálfsjötug, jiar sem hún virðist gjafvaxta
áður en Jóra biskupsdóttir dó. En allt tal þeirra systra
er jiess eðlis, að varla mun Þóra liafa sagt jjað
vanda-lausum mönnum; mætti ætla, að Valgerður, móðir
Narfasona, liafi heyrt þetta í bernsku af ömmu sinni.
Er allra hluta vegna langsennilegast, að jiessi frásögn sé
í letur færð af beinum afkomanda Þóru heldur en
fjar-skyldum manni.

I niðurlagi þáttarins er skotið inn grein úr 22. kap.
íslendinga sögu, eins og B. M. Ólsen hefur sýnt,1) en
aft-an við liana hnýtt setningu, sem vantar i Resensbók:
jjHalldóru Þorvaldsdóttur átti Ivetill prestr
lögsögu-maðr." Ætlar BMÓ þetta viðbót frá safnanda Sturlungu,
því að greinin bendir til Narfasona, dóttursona Ketils
prests. En þetta styrkir það, sem áður var sýnt fraxn á,
að þátturinn sé allur frá einhverjum þeirra koxxiinn.

. 1) Safn III, 276, 310.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free