- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
39

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUULU ÞÓRÐARSONAR

39

í 122. kap. er frá því sagt, að Guðmundur
Ásbjarn-arson, fylgdarmaður Kolbeins unga, var veginn á
Flugu-mýri, að ráðum Helgu liúsfreyju og Þórálfs
Bjarnason-ar, að þvi er virðist.1) En í 146. kap. er sagt frá vígi
Þór-álfs.2) Báðir höfðu þeir, Guðmundur og Þórálfur, verið
í atförinni að Kálfi Guttormssyni, enda gekkst Brandur
Kolbeinsson, tengdasonur Kálfs, fyrir vigi Þórálfs,
á-samt Brodda Þorleifssyni og Alfi Guðmundarsyni. En i
145. kap. er sagt frá vígi Vermundar Tumasonar á
Ökr-um, frænda Kolbeins unga.:í) Alla þessa kafla telur B.
M. Ólsen úr Gizurar sögu.4) Þeir segi einungis frá
ómerki-legum deilum innan héraðs í Skagafirði. í 122. kap. sé
frásögnin miðuð við víg Kálfs Guttormssonar, en sú
frá-sögn sé úr Gizurar sögu. Brandur og Jórunn, kona hans,
sé mjög riðin við atburðina i 146. kap. Auk þess standi
145. og 146. kap. i rangri timaröð.

Um tímaröðina er það að segja, að i 144. kap. er
frásögnin komin í’ram á vor 1239, en í 147. kap. er sagt
frá dvöl þeirra Snorra i Noregi veturinn 1238—1239 og
útkomu þeirra þá um sumarið. Aftur er sagt i 145. kap.,
að þetta liafi gerzt „nökkurum vetrum eptir
Örlygsstaða-fund", og væri þá sú frásögn ekki í réttri röð. En rétt á
eftir stendur: „. .. atfangadag jóla, ok var þat á
föstu-dag". En þetta getur einungs átt við jólin 1238,5) og
lilýtur þvi „nökkurum vetrum eptir" að vera ritvilla, í
staðinn fyrir „um vetrinn eptir". Er þessi frásögn þvi
samtiða frásögninni í 147. kap., en gerist misseri fvr en
það, sem segir frá i niðurlagi næsta kap. á undan. En
vig Þórálfs (146. kap.) varð „um vetrinn tveim vetrum
eptir Örlygsstaðafund",6) eða veturinn 1239—1240, og
er það einungis ári siðar en þeir atburðir, sem 147. kap.
byrjar að segja frá, og misseri eftir aðalefni þess
kapí-tula. Hér skakkar þvi litlu, og mætti frekar segja, að

1) Sturl.3 I, 487—488. — 2) Sturt.3 I, 538—540. — 3) Sturl.3 I,
535—537. — 4) Safn III, 373—375. — 5) Sbr. aths. G. Vigf., Sturl-

I, 382, nmgr. a. og Kálunds, Sturl.3 I, 536, nmgr. 1. — 6) B. M. Ó. seg-

lr> að ekki sé getið um, hvenær I>órálfur hafi verið veginn, en það er

ekki rétt; þetta stendur í báðuin skinnbókunum og öllum útgáfum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0125.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free