- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
71

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STL’RLU ÞÓRÐARSONAR

71

vísur þær, sem kveðnar voru eftir Sauðafellsreið,
bar-dagann á Breiðabólstað og oftar, er Sturla virðist liafa
liaft sérstakt gaman af að segja frá, og bendir þetta því
til lians. Að visu er þessi frásögn i allgóðu samhengi við
])að, sem á undan er komið, og virðist beint áframhald
af þvi, en sama máli gegnir um hinn textann; ef
annar-hvor textanna væri einn til frásagnar, mundi enginn
sjá veruleg missmíði á. A þetta gæti bent „njósn . . . sú
er Þórðr viti hafði gert",1) sem ekki hefur verið getið
um áður, en þó má vera, að textinn liafi verið styttur.
Hér að framan var gizkað á, að Böðvar frá Hvoli og
Böðvar Oddason væri ekki sami maðurinn, til þess að
forðast missagnir i textanum. En sé hér um sama
mann-inn að ræða, er sennilegt, að tvær heimildir sé fyrir
texta I, önnur i 186. kap., en hin i 187. kap., enda er hér
endurtekning. A móti þessu mælir, eins og tekið var
fram, að samliengið virðist að öðru leyti órjúfandi i I
og enn, að ekki munu sjást þess merki annars staðar,
að ritari I hafi notað Islendinga sögu sérstaklega. Þá
mætti geta þess til, að texti I væri úr Þórðar sögu, en
hinn úr íslendinga sögu. En þar má berja hinu sama
við, að livergi mun verða sýnt fram á, að önnur hvor
sagan liafi legið sérstök fvrir þeim, er rituðu
skinnbæk-urnar.2) Eðlilegast er og að gera ráð fvrir, að safnandi
Sturlungu hefði fylgt nákvæmari textanum, þar sem
hann hafði báðar sögurnar, en þá verður ekki séð, hvað
ritara II Iiafi gengið til að vikja frá frumritinu, til þess
að taka upp styttri texta.

Mönnum flýgur ósjálfrátt i hug, að ritari II hafi
verið neyddur til þess, að víkja frá frumtextanum. Nú er
það eftirtektarvert, að ölí frásögnin, þar sem
handritun-um ber ekki saman, stendur á 86. blaði i I og nær yfir
allt það blað, munar um 3 prentuðum Iinum i útgáfu

1) SturJ.3 II, 56. — 2) Þar sem sagt er frá herferSinni norður í
Hrútafjörð (184. kap.) virðist tvöfaldur texti. En þó má telja vist, að

fvumtexti beggja handritaflokkanna hafi verið hinn sami (sbr. atlis.
Kálunds, II. 42, nmgr. 3). Hér er livorug skinnbókin til
samanburð-ai", og má ætla, að skrifurum pappirshandritanna sé mest að kenna

um ruglinginn. Sturl.3 II, 42—46.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0157.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free