- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
74

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(74

UM ÍSLENDINGA SÖGU

firði voru menn Þórðar langvistum skömmu eftir þetta,
bæði Dufgussynir og aðrir, og" gátu þar auðveldlega
fengið allar fregnir, er þeir óskuðu. Einnig voru margir
i liði Ivolbeins, er siðar urðu fylgismenn Þórðar, svo
sem Hrani Ivoðránsson.

í upphafi 192. kap. segir frá sigling Kolbeins
vest-ur á Húnaflóa, allmargir skipstjórnarmenn taldir upp
og búnaði skipanna lýst. Þetta telur BMÓ úr Gizurar
sögu, og ennfremur það, sem síðar segir um viðbúnað
Kolbeins, áður en fundum bar saman.1) Sé frásögnin
allnákvæm, og auk þess getið um Hrana Koðránsson, en
lians sé getið i 213. kap. á þann hátt, að ljóst sé, að
sag-an liafi ekki nefnt liann áður, en sá kapituli sé úr
Þórð-ar sögu. Um það atriði verður síðar rætt og" reynt að
sýna fram á, að 213. kap. er ekki úr þeirri sögu, og
fell-ur þessi ástæða þá niður.

Upptalning skipanna virðist og vera úr Þórðar sögu.
I 190. kap. eru nefndir allir skipstjórnarmenn Þórðar
og greint nákvæmlega frá öllum skipunum, nöfn þeirra,
livaðan hvert skip var og svo skipshafnirnar.2) Hér er
samskonar skrá yfir skipstjórnarmenn og skip:
„Kol-beinn sjálfr stýrði þvi skipi, er nær var liaffæranda ok
var þrennum bitum útbitat. Þar var ok kastali á við
siglu. Öðru skipi stýrði Ásbjörn Illugason.
Sökku-Guð-mundr stýrði mikilli ferju. Ketill Gnúpsson ok þeir
Grimseyingar höfðu enn mikit skip. Hjalti Helgason ór
Leirhöfn stýrði mikilli ferju. Hrani Koðránsson var enn
skipstjórnarmaðr. Einar dragi stýrði enn einu skipi.
Ótt-arr biskupsfrændi liafði ferju. Víga-Bútr stýrði mikilli
ferju. En þótt vér telim eigi alla skipstjórnarmenn
norð-an, þá hafði Ivolbeinn marga ina röskustu menn setta á
hvert skip."3) Þessar tvær upptalningar eru alveg
lilið-stæðar. En þar sem allt er sagt mjög nákvæmlega um

1) Sturl.3 II, 65—66, sbr. Safn III, 381. — 2) Sturl.3 II, 61—62.
Tólf skip eru talin upp, og segir siðan i I: „en er þessi xii skip váru

búin", en Kálund lekur leshátt Br fram yfir: „xv skip". Liklega er

l)ó 12 rétta talan, og er ])á greint nákvæmlega frá öllum skipunum.
— 3) Sturl.3 II, 65.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0160.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free