- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
111

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUHLU ÞÓRÐARSONAR

111

Alla frásögnina um ferðir þeirra Eyjólfs
Þorsteins-sonar og brennuna sjálfa (256.—259. kap.)1) heimfærir
RMÓ til Gizurar sögu, þó með fáum innskotum úr
Þórð-ar sögu. Áður en vikið er að röksemdum lians, skal
bent á noklcura staði i frásögninni, sem vísa ótvírætt til
Sturlu.

Um Gró, konu Gizurar, og Ingibjörgu Sturludóttur
segir svo: „Þá kom þar til Gró i anddyrit Ingibjörg
Sturludóttir, ok var í náttserk einum ok berfætt; hon
var þá þrettán vetra gömul ok var bæði mikil vexti ok
skörulig" at sjá. Silfrbelti liafði vafizk um fætr henni, er
lion komsk ór hvilunni fram; var þar á pungr ok þar i
gull liennar mörg; hafði hon þat þar með sér. Gró varð
henni fegin mjök ok segir, at eitt skyldi j’fir þær ganga
báðar." Og enn siðar: „Þar brunnu margir gripir, er átti
Ingibjörg Sturludóttir. Ingibjörgu bauð til sin eftir
brenn-una Halldóra dóttir Snorra Bárðarsonar, frændkona
liennar, er þá bjó í Odda. Fór hon þangat, ok
förunaut-ar liennar með lienni; var lion mjök þrekuð, barn at
aldri."2) Er það ekki hverjum manni ljóst, að það er
föðurástin, sem stjórnar pennanum? Á fyrra staðnum er
hún „mikil vexti ok skörulig at sjá." Þrátt fyrir æsku
liennar er hún hin glæsilega brúður, sem faðir hennar
þykist af sökum vænleiks og þroska. En þegar að þvi
kemur, að segja frá hrakningum hennar, viknar
föður-hjartað. Nú er það ekki brúðurin á Flugumýri, heldur
barnið hans, sem hann er að lýsa.3)

Það er og Ijóst, að Ingibjörg hefur sjálf sagt frá
við-tali þeirra Gró. Og hverjum öðrum en föður hennar gat
komið til hugar að minnast á punginn með gullum
lienn-ar, silfurbeltið og livar það vafðist um fætur henni?

Viðtal Kolbeins granar og Ingibjargar og
frásögn-in um það, er hann sótti hana inn í eldinn, mun og ritað
eftir hennar sögusögn. Kolbeinn getur tæplega hafa
sagt tíðindamönnum Þórðar sögu frá þessu.4) Hann
var veginn 3 mánuðum eftir brennuna og dvaldist

1) Sturl.3 II. 192—205. — 2) Sturl.3 II, 200. 205. — 3) Sbr. FJ,
Litt. hist. II, 2. útg., 732. — 4) Safn III, 458—459.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0197.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free