- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
125

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUHLU ÞÓRÐARSONAR

125

ljóst, aS draumvísurnar eru ekki kveðnar í sama mund
sem atburðirnir gerðust; síðasta vísan: „En nú er fyrir
löndum — ok lengi man — Hákon konungr ok lians
sj’nir" er að visu ekki kveðin fyr en eftir að
Islending-ar gengu á liönd Noregskonungi. Er ekkert athugavert,
þó að svo sé til orða telcið, að Hákon lconungur og lians
synir ráði löndum, þó að þetta sé kveðið eftir dauða
Hákonar konungs, meðan sonur lians sat að völdum
eða sonarsynir. En fyrri visulielmingurinn sýnir, að með
„löndum" er átt við Island. Það -má vel vera rétt, sem
BMÓ segir, að draumar þessir sé „trúr spegill þess, sem
bjó i brjóstum manna i sveit Gizurar um þetta leyti",
en sagnir um þessa drauma, og með vissu siðasta
vís-an, hafa komið upp löngu síðar, og mun sönnu nær, að
þessi vísa lýsi því, sem bjó í brjóstum flestra íslendinga
i lok 13. aldar.

Hér á eftir fylgir II Þorgils sögu, þar til lýkur að
segja frá vígi Þorgils i 315. kap. En í I er öllu þessu
sleppt. Næst á eftir draumvísunni, sem getið var um,
stendur i þvi liandriti þessi setning, i upphafi 316. kap.1):
„Þann vetr inn næsta áðr Gizuri var geí’it jarls nafn, tók
Þorvarðr Þórarinsson af lífi Þorgils skarða, fyrir þær
sakir er Hákon konungr hafði skipat Þorgilsi
Eyja-fjörð ok allar sveitir fyrir norðan Öxnadalsheiði, þær
sem konungr kallaði sina eign, en Þorvarðr þóttisk
heimildir til liafa af Steinvöru Sighvatsdóttur, mágkonu
sinni." Þessi grein er tekin orðrétt úr Hákonar sögu2)
°g stendur þar í réttu samhengi, en er hér á
óheppileg-nni stað, þar sem vigið er miðað við jarlstign Gizurar,
er varð siðar, enda sagt frá henni síðar í þessu
liand-riti. Þverárfundur varð árið 1255, en i 316. kap. segir
irá árinu 1258. Sé nú þessari innskotsgi’ein úr Hákonar
sögu kippt i burtu, er þriggja ára eyða i frásögnina, eins
og’ liún er í I, án þess að nokkuð vanti liér i
skinnbók-ma, þvi að þetta er á sama blaðinu sem frásögnin um
draumana, sem áður var getið um.

I) Sturl.3 II, 298—299. — 2) Icel. Sag. II, 30G; Flat. III, 205.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0211.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free