- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
128

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(128

UM ÍSLENDINGA SÖGU

smágrein i 319. kap., sem síðar verður rætt um. í elztu
útgáfu Sturlungu eru báðir textarnir prentaðir á saina
liátt sem þeir standa i afritum af liandriti Björns á
Skarðsá, og má þar glögglega sjá, livað Björn hefur tekið
eftir hvoru handritinu fyrir sig. Texti II er þar niðurlag
54. kap. i 9. þætti og 1.—19. kap. i 10. þætti — liér
auð-lcenndur II*, en viðaukinn eftir I er 20.—27. kap. í sama
þætti — liér auðkendur I*. En af Oxford- og
Reykjavík-ur-útgáfunum verður ekki séð, hvernig þessu vikur við.

Þegar þessir tveir textar eru bornir saman, kemur það
i ljós, að allmargir kaflar eru eins í báðum og úr sömu
frumheimild, en auk þess liefur livor textinn um sig
nokkura kafla, sem ekki eru i liinum. Kálund mun
vafalaust liafa á réttu að standa, er liann ætlar, að
kafl-ar þeir, sem einungis standa i öðrum hvorum
textan-um, séu ekki uppliaflegir i Sturlungu, heldur hafi i
frumritinu staðið þeir einir kaflar, sem eru i báðum
textunum. En þeir, er rituðu skinnbækurnar, liafi svo
aukið aftan við, livor með sinu móti.1)

Niðurlag Sturlungu verður þvi samkvæmt þessu
9. þáttur kap. 54, niðurlag og 10. þáttur kap. 1—2, 7—11
= kap. 20—21 í elztu útgáfu Sturlungu, eða eftir
kapí-tulaskiptingu Guðbrands Vigfússonar kap. 317
(niður-lag), 319—320 og 324—327. Snýst sú frásögn mest um
Gizur, frá því er liann fékk jarlstign, þangað til
kon-ungi var svarinn skattur á alþingi 1262. Við þetta bætir
ritari I frásögninni um atför Andréssona að jarli og
aftöku Þórðar Andréssonar og loks frásögn Hákonar
sögu um skattjátunina 1262 og 2 öðrum köflum úr
þeirri sögu. Ekki mun hafa vantað i eða aftan af
Króks-fjarðarbók, þegar Björn á Skarðsá ritaði upp niðurlag
hennar, eins og Kálund liefur sýnt fram á (1. c.). -—
Aftur hefur ritari II (sá er ritaði frumrit
Reylcjar-fjarðarbókar) skotið inn i sinn texta frásögn um
eftir-mál eftir Þorgils skarða, utanför Sighvats Böðvarssonar
og andlát hans og Guðmundar, bróður hans, er mun vera

1) Sturl.3 I, lxxi—Ixxii; Aarböger 1901, 279—282.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0214.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free