- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
160

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(160

UM ÍSLENDINGA SÖGU

liljóta að vera gert af ráðnum liug. Þögn lians um þessa
merkisatburði sannar bezt, að Sturla hefur jiekkt
sög-urnar og leitt efni þeirra alveg hjá sér.

Til Prestssögu Guðmundar Arasonar er livergi visað
beinlínis. Báðar greina sögurnar frá biskupskosningunni,
og er frásögn prestssögunnar miklu fyllri og’ nákvæmari
og kemur i einu atriði ekki alveg heim við Islendinga
sögu, en má þó til sanns vegar færa.1) Greinin úr
Is-lendinga sögu, sem varðveitzt liefur í Resensbók, en er
felld niður i Sturlungu, sbr. liér að framan,2) er ekki
heldur alveg i samræmi við prestssöguna. I Resensbók og
miðsögunni er og getið 11111 Rauðsmál, en fært til rangs
árs (1195), en jiessa grein vantar i prestssögu Sturlungu,
og er hún jjvi innskot úr annálum, sem sett hefur verið á
skakkan stað, og kemur hún þvi ekki til greina i jiessu
sambandi.3) Af þessum smávægilegu missögnum verður
ekki ráðið, að Sturla liafi ekki þekkt prestssöguna, og
má ætla, að frásögn lians sé réttari og liann liafi ])ví liaft
ástæðu til að vikja frá prestssögunni, eða liann hefur
ekki liaft prestssöguna lijá sér, þegar liann ritaði, og
mis-minnt þá um þetta. Þegar frá er talin biskupskosningin,
en hún er eftir 1201, getur Sturla ekki um neina alhurði,
er prestssagan greinir frá, og gildir því það sama um
prestssöguna, sem áður var sagt um sögur biskupanna
þriggja. Og ef Lambkárr ábóti er höfundur
prestssögunn-ar, sem er allsennilegt,4) er varla ætlandi, að Sturla liafi
ekki þekkt hana, þvi að Lambkárr var um hrið
lieimilis-maður lians á Staðarhóh.

Aftur má ganga úr skugga um, að Sturla hefur jiekkt
Guðmundar sögu dýra. I 5. kap. er getið um Önundar
brennu og sættirnar á þingi um sumarið, er Jón Loftsson
slcyldi gera um málið. Iiemur þetta heim við Guðmundar
sögu.5) Á þenna minnisstæða atburð er einungis lauslega
drepið i Islendinga sögu, er styður það, að Sturla hefur
ekki viljað fjölyrða um atburð, er áður var til nákvæm
frásögn um, heldur visar til hinnar sérstöku sögu. Enn
ljóslegar kemur þetta fram i 25. kap.: „Skæringr ...

1) Safn III, 227. — 2) bls. 9, nmgr. 1. — 3) Bisk. I, 448, sbr. Sturl.3

I, 221. — 4) Bisk. I, lvij—lx. — 5) Sturl.3 I. 238, sbr. 197.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0246.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free