- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
167

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUHLU ÞÓRÐARSONAR

167

liann bar til Þorvaldssona, er einnig má ráða af 88. kap.
— „Þá mælti Snorri Þorvaldsson: „liví sækið þér Sturla
ekki at; ok ætla ek, at Dalafreyr sanni nú nafn sitt ok
standi ekki nær","1) má bera saman við 76. kap., er
Vatns-firðingar velja Sturlu sama nafn og skora á hann að
fel-ast ekki.2) Ummæli Sturlu um Guðmund skáld Oddsson,
er hann féll, svo að fótunum kastaði fram yfir höfuðið:
„látum liann vera kyrran, ekki man hann saka, svá ferr
liann á hverjum fundi," virðast benda til framgöngu hans,
j)egar Vatnsfirðingar riðu til Sauðafells og hann skreið
upp á þvertré í skálanum og faldi sig.3) Þegar Þorfinnur
valskur færðist undan að vega að þeim braeðrum,
Þor-valdssonum, segir Sturla „hann eigi glöggt muna
hringu-sárit, er liann fékk í Sauðafellsferð’V) en frá þeim áverka
er greinilegar skýrt i 77. kap.

Allt Jxetta sýnir berlega, að sami er höfundur J)essarar
frásagnar sem frásagnarinnar um Sauðafellsreið. Verður
J)vi að minnsta kosti að hafa fyrir satt, að liér hafi Sturla
ekki tekið upp skrifaða frásögn annars manns óbreytta,
eins og BMÓ heldur fram, heldur aukið liana, breytt henni
og vikið við. En þó mælir annað á móti þvi, að svo se.

Svo sem getið var um, hefur Torfi prestur verið
tið-andamaður Sturlu um ferðir Þorvaldssona, og ætti J)áttur
Halldórs þvi ekki að byrja fyr en lýkur að segja frá
burt-för J)eirra úr Hjarðarholti. En J)egar eftir vígin er engum
vafa bundið, að frásögnin er eftir Sturlu, J)ar sem rætt er
um, hvernig Snorra muni lika eða livort hann muni vrkja
um, og er j)ar sveigt að Snorra um kveðskap J)ann, er kom
upp í Revkholti eftir Sauðafellsreið (77. kap.).5) Halldór
ætti J)á einungis að liafa ritað um viðtal J)eirra Sturlu, för
þeirra að stakkgarðinum, bardagann, liflát Þorvaldssona
og flutning likanna. Þennan þátt vantaði J)vi bæði upphaf
og niðurlag, nema hann væri hluti af stærri sögu, er Sturla
liefðí tekið þennan eina kafla úr, sem ekki er ætlandi, eða
Sturla hefði fellt burtu bæði uppliaf og endi, lil þess að
betur félli í frásögn hans, og mætti að visu liugsa sér það.

1) Sturl.3 I, 436—437. — 2) Sturl.3 I, 402. — 3) Sturl.3 437, sbr.
404. — 4) Sturl.3 I, 440. — 5) Sturl.3 I, 442; 405—406.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0253.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free