- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
26

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(26

UM ÍSLENDINGA SÖGU

viðurkennir fillilega, að söguliöfundarnir hafi haft
firir sjer munnlegar sögusagnir, enn segir, að ekki sje
unt að ákveða til neinnar lilitar, hve mikið af frásögn
þeirra sje sannsögulegt, eða live miklu þeir liafi aukið
við frá sjálfum sjer af list sinni. Sjerstaklega tekur
hann Egils sögu til meðferðar. Hann lieldur þvi fram,
að sagan sje að nokkru leiti samin eftir kvæðum Egils,
að nokkru leiti eftir munnmælasögum, enn jafnframt,
að hún gæti ekki verið annað eins listaverk og hún er,
ef hún væri ekld samin af skáldi af guðs náð, sem
kunni þá list að velja úr efninu það sem einkennilegt
var, skreita það og fága, skipa hverju einu niður á sinn
rjetta stað, og skapa svo úr öllu eina listarheild. Axel
Olrik stendur þannig l)il beggja milli þeirra sem skoða
sögurnar sem sannsögulegar og hinna sem halda, að þær
sjeu tómiu- skáldskapur, og að hkri skoðun hallast jeg.

Enginn, sem les íslendingasögur með athigli, getur
neitað því, að ifir þeim hvilir sterkur blær af
sannveru-leika. Þær eru svo „realistiskar", sem framast má verða.
Þegar vjer lesum þær, þá er sem vjer sjáum viðburðina
gerast firir augum vorum. Þær bregða upp firir oss
mindum úr daglega lifinu með allri hinni miklu
til-breitni þess, segja blátt áfram frá því, sem gerist
(facta), með öllum hinum minstu smáatvikum, og það,
sem gerist, er mjög margbreitilegt, alveg eins og i
dag-lega hfinu. Persónunum, sem sagan segir frá, er aðallega
líst með gjörðum þeirra og stundum með orðum, sem
þeim eru lögð i munn. Þó koma einstöku sinnum firir
almennar lisingar, einkum á höfuðpersónum sögunnar,
lindiseinkunn þeirra og líkamsgervi. Persónurnar eru
mjög margbreitilegar að lundarfari, alveg eins og i
dag-lega lifinu, og höfundunum tekst svo að segja altaf
ágætlega að lisa lindiseinkunn hvers eins i orðum hans
og gjörðum og láta livern lialda henni óbreittri gegnum
öll hin margvislegu atvik sögunnar. Altaf er frásögnin
nákvæmlega staðbundin, hvort sem viðburðirnir gerast
á einhverjum bæ í liúsuni inni eða úti undir beru lofti
á förnum vegi, á fjalli eða firði. Flestar sögur gerast

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0300.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free