- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
42

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 42

persónanna muni oftast nær vera tilbúningur
höfundar-ins. í þessu sambandi skal jeg minnast fám orðum á
timatalið i sögunum.

Það liggur í hlutarins eðli, að munnmælasögur
geima miklu trúlegar endurminninguna um viðburðina
sjálfa enn um timatal viðburðanna. Gripum hendinni
i okkar eigin barm. Við geimum hver um sig i sál
okkar margbreittan fjársjóð af endurminningum um
það, sem á dagana ’hefur drifið. Ef þessir viðburðir,
sem við munum, hafa markað djúpt spor i æfi okkar,
þá munum við lika oftast nær glögt, hvert ár þeir
gerð-ust. Enn ef svo er ekki, ef viðburðirnir liafa ekki rutt
æfifarveg vorum að neinu leiti nijar brautir eða
bögg-við okkur nærri á einhvern hátt — og þetta á sjer stað
um flesta þá viðburði, sem við munum — þá munu
flestir eiga bágt með að árfæra þá viðburði
nákvæm-lega. Og úr þvi nú endurminningar livers einstaks mans
hliða þessu lögmáli, þá má geta nærri, að
endurminn-ingar þær, sem ganga i arf frá einni kinslóð til annarar,
munnmælasögur um löngu horfna viðburði, muni vera
enn þá óáreiðanlegri, að þvi er tímatalið snertir. Þó
að arfsögnin geimi trúlega endurminninguna um
við-burðina, einkum hina merkustu, og að nokkru leiti um
timaröð þeirra, þá getum vjer ekki búist við því, að
hún kunni að segja rjett og" glögglega frá, live mörg
ár liðu milli viðburðanna, eða geti árfært þá
nákvæm-lega. Af þessu leiðir, að timatalsákvarðanir i sögunum
geta ifirleitt ekki talist áreiðanlegar. Þær eru oftast
nær ekki sprottnar frá arfsögninni, heldur viðauki frá
söguhöfundi sjálfum. Það er i góðu samræmi við þessa
niðurstöðu, að svo litið ber á timatalinu i flestum
ís-lendingasögum. Það bendir til, að ákveðið tímatal liafi
sjaldnast filg’t hinni munnlegu arfsögn, sem
höfundur-inn fór eftir, og að söguhöfundarnir sjálfir hafi ekki
lagt nærri eins mikla áherslu á timatalið eins og á
við-burðina sjálfa. Ef einhver saga virðist leggja mikið upp
úr timatalinu, ef hún er sjálfri sjer samkvæm að þvi
er það snertir og kemur vel heim við aðrar lieimildir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0316.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free