- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
93

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

93

Hins vegar kemur það oft firir, þegar sagan hættir
að segja frá einhverjum manni, að það er beint tekið
fram, að „nú sje liann úr sögunni." Þessi siður svarar
nákvæmlega til hins siðarins, að ldnna mönnum þær
persónur, sem frá er sagt, áður en þær koma til
sög-unnar, og er tilgangurinn sami xneð hvorutveggja, að
leiðbeina lesandanum eða áheirandanum, svo að liann
geti betur filgt efni frásagnarinnar, muni deili á þeim
persónum, sem frá er sagt, enn iþingi ekki minninu
lengur enn þörf er á með þeim persónum, sem úr
sög-unni hverfa.

VII.

Þá skal jeg minnast fám orðum á orðfærið i
ís-lendingasögunum, sögustílinn, sem kallaður er. Hver
sem les íslendingasögur, finnur til þess ósjálfrátt, hve
vel orðfæri þeirra á við efnið, og dáist að því, enn það
er hægra að finna til slíks enn greina nákvæmlega, i
hverju sögustíliinn er fólginn. Efnið er viðburðir úr
dag-lega lifinu. Þvi efni hæfir einföld frásögn og látlaus,
og þessir eiginlegleikar einkennasjerstaklegasögustílinn.
Eins og jeg áður lief tekið fram, likist liann mjög
munn-legri frásögn og er einfaldur og óbrotinn eins og hún.
Enn þó að stíllinn sje einfaldur og látlaus, eða rjettara
sagt, einmitt af þvi að hann er einfaldur og látlaus, þá
tekst sagnamönnunum að leiða viðburðina, sem þeir
skíra frá, fram firir sjónir vorar svo ljósa og lifandi,
að oss finst sem þeir gerist firir augum vorum. I þvi er
hin mikla iþrótt sagnastílsins fólgin, að hann lætur
sög-una gerast frammi firir lesandanum, hann liefur alt af
augun á atburðunuin eða athöfnunum (facta) og vefur
sig utan um þá líkt og gagnsæ blæja. Með ensku nafni
niætti kalla sögustilinn „matter-of-fact style", þvi að
facta, athafnir, viðburðir, eru efni sögunnar.
Setninga-skipunin er einföld og óbrotin, litið um aukasetningar,
likt og i daglegu tali. Frásögnin er laus við óþarfa
mála-lengingar, gjörsneidd allri klerkamærð og iburði, og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0367.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free