- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
128

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

90 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 128

að Sturla Þórðarson minnist i íslendinga sögu sinni, sem
hefur geimst i Sturlungu, á Grásiðu, kingispjótið, sem
mest ilt hlautst af, og hefur um það orð, sem sina, að
Sturla muni ekki hafa þekt Gísla sögu. Þetta er i
frá-sögninni um bardagann á Breiðabólstað i Fljótshlíð 17.
júni árið 1221, þar sem þeir áttust við Loftr biskupsson
og Björn Þorvaldsson, hálfbróðir Gizurar jarls, og lauk
svo, að Björn var veginn af Guðlaugi Ej’jólfssini
Jóns-sonar i Odda Loftssonar. Segir Sturla þannig frá: „Hljóp
Guðlaugr fram ok lagði til Bjarnar með spjóti þvi, er þeir
kölluðu Grásíðu og sögðu átt liafa Gísla Súrsson. Lagit
kom i óstinn, ok snerist Björn upp at kirkjunni og settist
niðr. Guðlaugr gekk til Lofts ok sagði honum, at Björn
var sárr orðinn. Loftr spurði, hverr þvi olli. „Vit
Grá-siða", svarar hann." í vísu, sem ort var rjett eftir
fund-inn, er og Grásíðu getið.

Björn frák brýnðu járni
— bragð gott var þat — lagðan,
gerði Guðlaugr fyrðum
geysiliark, i barka.
Auðkýfingr lét æfi
óblíðr fyrir Grásiðu,
hvöss var lion heltlur at kyssa.
Harðmúlaðr var Skúli.1)

Grásiðu nefnir Sturla lika spjót það, sem Sturla frændi
lians Sighvatsson hafði á Örlygsstöðum, þegar liann fjell:
„Sturla varðist með spjóti því, er Grásíða hét, fornt og ekki
vel stint málaspjót; hann lagði svá liart með þvi jafnan,
at menn fellu fyrir, enn spjótit lagðist, ok brá hann ])ví
undir fót sér nokkurum sinnum."2) Liklega er þetta saiua
spjótið, sem Guðlaugr átti. Sturla liefur líklega fengið það
lijá Álflieiði, sistur Guðlaugs, er liann tók af heimildir á
Oddastað 1237.3) Guðlaugr andaðist á suðurvegum
skömmu eftir 1221, og er liklegt, að Álfheiðr hafi erft
spjótið eftir hann.4) Hitt er vafasamara, livort Grásíða
þessi var sú sama, sem Gísla saga segir frá, enn merkilegt

1) Sturl.3 I, 345—348. bls. — 2) Sturl.3 I, 528. bls. — 3) Sturl.3 I,

501 sbr. 506. — 4) Sturl.3 I, 351.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0402.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free