- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
139

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HÁVARÐAR SAGA

139

kafla í HávarSar sögu um Hólmgöngu-Ljót á
Rauða-sandi. Af Landnámu-handritunum er ljóst, að firir
þeim hefur legið Hávarðar saga i eldri mind enn vjer
nú þekkjum, og þar sem bæði Sturlubók og Hauksbók
vitna til sögunnar, hlítur þessi eldri Hávarðar saga að
vera eldri enn sú Landnámugerð (Styrmisbók ?), sem
Sturlubók og Hauksbók stafa frá, eða eldri en ca. 1230.

Hávarðar saga sú, sem vjer nú höfum, hlítur að vera
miklu ingri. Á það bendir sá ruglingur á manna og
staða nöfnum, sem hún gerir sig seka i og eldri sagan
virðist liafa verið laus við. Sömuleiðis það, að sagan
á einum stað talar um lögmann þeira Isfirðinganna,
og siðar i sögunni er sagt, að þeir Þorbjörn og Hávarðr
hafi leitað „lögmanns úrskurðar" um hvalmál.1) Vjer
vitum ekki til, að neinir slikir lögmenn, sem feldu
úr-skurð um mál manna, liafi verið til á
þjóðveldistiman-um. Þeirra er ekki getið i Grágás og ekki i öðrum
sög-um enn Hávarðar sögu og Svarfdælu, sem er mjög
óá-reiðanleg. Lögmenn og lögmannaúrskurðir komu hingað
first með hinum norsku lögum, Járnsiðu og Jónsbók
1271—1281. Sagan hefur lijer bersínilega dregið dám
af liinu nija rjettarástandi, sem komst á með
lögbók-unum, og er ólíklegt, að þetta sje ritað fir enn
rjettar-ástand lögbókanna hafði náð nokkurri festu i
meðvit-und manna, liklega ekki fir enn svo sem einum
mans-aldri eftir að Járnsiða var lögtekin (1271), eða um 1300.
Annað, sem sögunni hefur verið fundið til foráttu,
virð-ist vera sprottið af misskilningi. Þegar þeir Hávarðr
og Ólafr sonur hans færa bústað sinn frá Blámíri vestan
Isafjarðardjúps sakir ifirgangs Þorbjarnar, flitja þeir,
eftir þvi sem sagan segir, norður firir djúpið og
setj-ast þar að á landi, sem „engi maðr á", og svo bætir
sagan við þessum orðum: „Váru þeir einir bændr i
þennan tima i Isafirði, er landnámsmenn váru." Bæði
Guðbrandur Vigfússon og Finnur Jónsson hneixlast á
þessum orðum og lialda, að þau þiði sama sem sagt

1) Háv. GÞ., 1. og 3. U. (bls. 2 og 7—8).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0413.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free