- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
162

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 162

dögum Magnúss biskups, hafi lagað timatakmarkið eftir
sinum tima, enn upphaflega liafi staðið eldra
timatak-mark, líkt og Hb. óneitanlega hefur gert. Þetta er i
sjálfu sjer als ekki óhugsandi, enn samt þikir mjer
lik-legt, þar sem M og Flat. ber alveg saman, að þau liafi
lijer geimt hinn upphaflega texta sögunnar, enda er
ekk-ert i Fóstbræða sögu, sem ber vott um, að hún sje eldri
enn frá 1216. Vjer höfum sjeð, að Ólafs saga helga liin
elsta muni ekki liafa notað Fóstbræðra sögu og
Fóst-bræðra saga ekki hana nje Ólafs sögu Snorra. Af þvi
verður þá ekkert aldurstakmark dregið firir söguna.
Aftur virðist lielgisagan hafa liaft firir sjer Fóstbræðra
sögu, sem áður er sint, enn lielgisagan i þeirri mind,
sem vjer höfum hana, er varla eldri enn frá siðari
helm-ingi 13. aldar; helgisagan sannar þvi ekki, að
Fóst-bræðra saga sje eldri enn frá miðri 13. öld. Vjer höfum
sjeð, að Grettis saga liefur notað Fóstbræðra sögu, enn
Grettis saga er varla eldri enn frá firstu árum 14. aldar,
enn það vitum vjer, að Fóstbræðra saga hlitur að vera
töluvert eldri enn svo. Eklci verður heldur neitt ráðið
af afstöðu sögunnar við Landnámu. Að visu hefur hún
i firstu 2 kapitulunum ættartölur, sem koma heim við
tilsvarandi ættartölur i Landnámu i flestum atriðum,
enn þó eru þar missagnir, sem sina, að sagan muni ekki
tafa lekið þessar ættartölur eftir Landnámu, t. d. þar
sem sagan segir, að Ólafr hviti hafa verið Ingjaldsson
Fróðasonar (hins frækna, er Svertlingar drápu, Laxd.)
i staðinn firir Ingjaldsson, Helgasonar, og kemur sagan
i þessu efni lieim við Laxdælu, eða þar sem hún segir,
að móðir Álfs úr Dölum hafi verið Hildr dóttir
Þor-steins rauðs — Landnáma nefnir hana Þórhildi. Sagan
segir, að Hávarr faðir Þorgeirs liafi verið Kleppsson, og
kemur það heim við Hauksbók og Melabók Landnámu,
enn Sturlubók segir, að Hávarr liafi verið Einarsson
Iíleppssonar. Það sem gerir, að jeg held, að Fóstbræðra
saga liafi ekki notað Landnámu, er þó einkum það, að
liún getur þess ekki, að Þorgeirr var kominn frá
Jör-undi hinum kristna, sini Ketils Bresasonar landnáms-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0436.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free