- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
193

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HEIÐARVÍGA SAGA

193

skuli fara ofan á brúnina „þar er þér séð tíðendi um
heraðit".1) Hjer er orðrjett samhljóðun milli
sögukafl-anna. Eftir vigin dilst Snorri i búfjárhögum firir
óvin-um sínum og kemst heim orustulaust, enn Barði er
elt-ur og lendir i Heiðarvigunum. Hjer er munur. Enn sagan
skírir sjálf, hvernig á þeim mun stendur, með
frásögn-inni um lagasetning Borgfirðinga gegn árásum
utanhjer-aðsmanna, sem hefur staðið i báðum köflum sögunnar
og stendur enn i siðari kaflanum. Þessi sögn sínir
ljós-lega, að náið samband er á milli frásagnanna um reið
þeirra Snorra og Barða, eins og lika sjest á
samanburð-inum lijer að framan. Atvikin eru að nokkru leiti hin
sömu og orðrjett samhljóðan á einum stað, og um fram
alt er öll meðferðin á efninu svo lík, að það er alveg
ó-skiljanlegt nema með þvi móti, að sami maður hafi ritað
báðar frásagnirnar. Hjer við bætist enn þá eitt. í
kaflan-um um reið Snorra tilfærir Jón orðrjett þessi orð úr
frumritinu: „kona sú er embættir fé" (bls. 4422, sbr.
lll5). Þessi talsháttur „at embætta fé" sama sem „að
mjóllca fé" (eiginl. veita því þjónustu) kemur að eins
firir á 2 stöðum i fornritum vorum, og hinn staðurinn er í
hinum siðari kafla Heiðarviga sögu, að vísu ekki í
frá-sögninni um reið Barða á Gullteig, heldur siðar i
sög-unni, á bls. 7121 ok koma þar, er fé var embætt at
morg-unmáli milíi miðdegis ok dagmdla. Þetta einkennilega
orð bendir og til, að báðir kaflar sögunnar sjeu eftir sama
manninn, og i sömu átt bendir talshátturinn (leggja eða
gefa) „fé til farningar ehm" sem kemur firir i
Stvrs-kaflanum á bls. 367 (sbr. lll20) og i
Heiðarviga-kaflan-um á bls. 10226 27.2)

1) HeiS., bls. 7923, sbr. 8129 sá tiðendi gerva á Gullteig og 855 ok
sá gerva tíðendi á Gullteig. —i 2) Jeg Iegg enga álierslu á það, að i
])eini parti af inntaki Jóns, sem heirir til Heiðarvíga-kaflanum, koma
firir orð og talshættir i tilvitnunum, sem líka koma firir siðar i
Stokkhólmshandriti sögunnar, t. d. tilvitnunin „olc hefir þú liaft vel
o/; drengiliga ór þessum málum" bls. 5313 (lll23), sbr. sagan bls. 68=
hafið drengiliga af þessu við mik. Orðið skattijrðast kemur firir í
til-vitnun á bls. 593 (113") og í sögunni bls. 1012 og 101». Þessir staðir
sina að eins það, sem enginn efast um, að allur
Heiðarvigasögukafl-inn er eftir sama manninn.

14

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0467.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free