- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
235

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HALLFREÐAR SAGA

235

kristnin berjast i hjarta einstaklingsins, og hve blendnir
menn voru i trúnni framan af.

Um afstöðu Hallfreðar sögu við aðrar sögur höfum
vjer þegar rætt nokkuð hjer að framan. Vjer höfum sjeð,
að hin upphaflega Hallfreðar saga muni liafa verið óháð
Vatnsdælu i frásögn sinni frá ástum þeirra Valgerðar og
Ingólfs fagra og frá ástum Hallfreðar og Kolfinnu, og að
Fms. hafi þar geimt hið upphaflega, enn M og Flat.
lagað frásögn sína eftir Vatnsdælu, og alveg sama er að
segja um frásögnina frá vígi Galta og undankomu
veg-andans; þar hafa M og Flat. aukið söguna eftir
Vatns-dælu, enn Fms.-gerðin er óháð Vatnsdælu og liefur geimt
liinn upphaflega texta sögunnar. Annars er ekkert, sem
sini, að Hallfreðar saga bafi þekt eða notað Vatnsdælu.
Sömuleiðis hef jeg sint fram á það, að kaflinn i M og
Flat. um viðureign Gunnlaugs ormstungu og Hallfreðar er
innskotsgrein i Hallfreðar sögu, tekin eftir Gunnlaugs
sögu, og að Fms.-gerðin, sem fellir þenna kafla alveg
burtu, hefur þar lika geimt liið upphaflega. Hallfreðar
saga er þá hjer alveg óháð Gunnlaugs sögu. I ritgerð minni
um Gunnlaugs sögu lief jeg bent á, að lísing Gunnlaugs i
þeirri sögu er grunsamlega Iík Iisingu Hallfreðar i
Hall-freðar sögu, og sínt fram á, að þetta og ímislegt fleira,
sem er likt með sögunum, hljóti að stafa af því, að
Gunn-laugs saga hafi þekt og notað Hallfreðar sögu, enn ekki af
hinu, að Hallfreðar saga hafi þekt og notað Gunnlaugs
sögu.

Landnámuhandritin Sturlub. og Hauksb. geta að eins
lauslega um Hallfreð á einum stað (í kap. um Eyvind
sörkvi).1) Þau þekkja bróður hans Galta, sem þau nefna
Óttarsson, og segja, að hann hafi verið veginn af Brandi
Ávaldasini á Húnavatnsþingi. Alt þetta kemur heim við
Hallfreðar sögu, enn er í mótsögn við Vatnsdælu, að þvi
leiti sem sú saga segir, að Galti liafi verið veginn á leiðmóti
i Vatnsdal, og að vegandinn hafi verið Hermundr (ekki

1) Stb., 183. k., Hb., 149. k.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0509.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free