- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
252

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

252

UM ÍSLENDINGASÖGUR

liins vegar líldegt, að K sje ágrip af M, þegar svo stendur
á, að K sleppir úr imsu þvi, sem máli skiftir úr frásögninni
eins og liún er i M? Og þetta kemur mjög oft firir. Þegar
Oddr ætlar utan snemma i sögunni, biður hann Óspak first
að taka við búi sínu á Mel í f jarveru sinni og síðan að
ann-ast goðorð sitt. Óspakr færist í bæði skiftin fastlega undan
i firstu, enn lætur þó til leiðast að lokum firir bænastað
Odds. Um þetta ber báðum gerðum sögunnar saman. Enn
i bæði skiftin gefur M i skin, að undanfærsla Óspaks hafi
verið tóm ólíkindalæti, og að hann liafi undir niðri verið
óðfús til að taka bæði við búi og goðorði. Þessu sleppir
K úr á báðum stöðunum. Enn það er bersinilega mjög svo
einkennilegur og meistaralegur dráttur i lísingunni á
lund-arfari Óspaks, sem varla er ætlandi öðrum enn
frum-höfundi sögunnar, er kann svo vel að lísa mönnum. Hjer
hefur þvi K auðsjáanlega stitt af ásettu ráði og slept úr
þvi, sem ritaranum fanst ekki beint vera nauðsinlegt til
að skilja gang sögunnar. Sömuleiðis sleppir K að mestu
leiti þeim einkennilegu lisingum á Ófeigi karli, sem
standa i M, þar sem verið er að segja frá göngu hans milli
höfðingjanna á aiþingi. First, þegar hann fer að finna
Egil, segir M svo frá, að hann hafi gengið frá búð sinni
og verið áliiggjufullur, „sér enga liðveizlumenn sina ...
enn i máli váru engar verndir, ferr liækilbjúgr, hvarflar
milli búðanna og reikar á fótum" — meistaraleg lísing,
sem vekur eftirvænting lesandans. Þegar hann hefur
fengið ádrátt lijá Agli, gengur hann til Gellis — „ok er
allhældreginn, er þó eigi svá dapr með sjálfum sér, sem
hann er hrumr á fótum, ok eigi svá laustækr i málum,
sem hann er lasmeyrr i göngunni."1) Og loks, þegar
Ófeigr liefur unnið Gelli á sitt mál, stendur i M: „Siðan
ferr Ófeigr nú i braut ... ok hvárki seint né krókótt
ok eigi bjúgr". Hjer er meistaralega hst, livernig Ófeigr
verður hressari og hressari i göngunni, eftir þvi sem
hon-um aukast vonir um að koma sinu fram (klimax i frá-

1) Heusler heldur, að þessi einkennilega setning sje siðari
við-bót — ])að finst mjer óhugsandi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0526.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free