- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
294

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

294

UM ÍSLENDINGASÖGUR

þar land á Ströndum frá Ófæru og þær þrjár víkur,
Kald-baksvik, Kolbeinsvík og Birgisvík — til
„Kaldbaks-kleifar", og þetta er alt lika tekið eftir Landnámu (s. st.).
Utan um þennan kjarna spinnur svo höfundur imsar
reif-arasögur um vikingaferðir Önundar og ævintíri, sem
gerast áður enn hann fór til íslands, sumar i Noregi,
sumar firir vestan liaf. Nú er mjög óliklegt, að
munn-mælasögur um þessa viðburði, sem gerðust firir og eftir
Hafursfjarðarorustu, hafi i raun og veru geimst þangað
til Grettis saga var samin um eða eftir aldamótin 1300.
Sennilega hefur höfundur Grettis sögu ekki vitað meira
um Önund enn það, sem Landnáma skirir frá. Hvaðan
kemur honum þá þessi ítarlega frásögn um ævintiri
Önundar? Eflaust frá eigin brjósti. Það sjáum vjer á
þvi, að persónurnar i þessum Önundarþætti eru flestar
bersinilega teknar eftir Landnámu. First er Önundr i
fje-lagi við Bálka Blæingsson af Sótanesi, Orm liinn auðga
og Hallvarð súganda. Af þeim eru þeir Bálki og
Hall-varðr beint teknir út úr Landnámu.1) Ormr er liklega
ekki tekinn úr Landnámu, því að Grettis saga getur þess
hvergi síðar, að hánn hafi farið út til íslands og numið
þar land, eins og hún getur um landnám hinna
fjelag-anna, hann er þvi varla sami maður og sá Ormr auðgi
eða ánauðgi, sem Landnáma segir, að hafi numið
Vest-mannaeijar eða verið sonur Herjólfs, sem nam þær. Það
sem sagt er first 11111 liernað þeirra fjelaga, gefur ef ti3
vill bending 11111, hvaðan Grettis saga hefur þann mann.
Sagan segir, að þeir hafi first barist við Barreyjar gegn
Kjarvali Barreyjakonungi, liaft þar sigur og setst i
eij-arnar. Nú þekkjum vjer fornt heiðið skáld, sem nefnist
Ormr Barrej jaskáld, og vitum, að 11111 liann var saga,
sem Ingimundr prestur sagði i liinni nafnfrægu
Reik-liólaveislu árið 1119. Bardaga þennan við Barreyjar
þekkir engin önnur saga. Enn Finnur Magnússon hefur
firir löngu getið þess til, að „Ormr hinn auðgi", sem berst

1) Sbr. Grett., k. 1,2 og 5,1 við Landnámu, Stb., k. 166 og 144,
Hb., k. 135 og 114.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0568.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free