- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
308

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

308

UM ÍSLENDINGASÖGUR

Landnámu, sem segir, að Bálki liafi numið „allan
Iirúta-fjörð", er eiginlega ekki rúm firir Þórodd á
Þóroddsstöð-um sem sjerstakan landnámsmann. Landnáma getur þess,
að Grettir hafi vegið Þorbjörn öxnamegin, enn hefur
annars ekkert um viðureign Þorbjarnar við Bjargsmenn,
sem Grettis saga veit svo mikið um, og stiðst þar eflaust
að miklu leiti við munnmæh.1) Sölvi prúði, sem Þorbjörn
tekur firir gerðarmann i eftirmálinu eftir Þórarinssonu,
er þó beint tekinn eftir Landnámu.2) Það sem Grettis
saga segir um ætt Sölva og landnám Haralds hrings,
langafa hans, er svo að segja orðrjett samliljóða
Land-námu.

Næst getur sagan Þóris, föður þeirra Þórissona,
Gunnars og Þorgeirs, sem koma mjög við deilur
Bjargs-manna og Þorbjarnar öxnamegins. Landnáma getur ekki
um þessa Þórissonu, enn annars er það, sem Grettis saga
segir um ætt föður þeirra, tekið beint eftir Landnámu,
þó með þeirri missögn, að eftir Grettlu bir Þorkell faðir
Þóris á Borðeiri, enn eftir Landnámu á Kjörseiri.3)
Lik-lega hefur höfundur breitt þessu af ásettu ráði. Eftir
Landnámu nam Þröstr, faðir Þorkels (og Grenjuðr bróðir
lians), land i Hrútafirði „inn frá Borðeyri", enn Kjörseiri
liggur ekki í því landnámi, heldur nokkru utar við
fjörð-inn að vestanverðu. Af þvi virðist Grettluhöfundur hafa
áliktað, að það væri rangt í Landnámu, að Þorkell sonur
Þrastar hafi búið á Ivjörseiri, og sett liann niður á
Borðeiri. Grettis saga veit, að Sleitu-Helgi átti Helgu,
dóttur Þóris, og er það líka tekið eftir Landnámu
á sama stað (eða Hrómundarþætti), enn um hitt
er hún ein til frásagnar, að Þórir Þorkelsson hafi
flutt frá Melum að Skarði i Haukadal, og að hann hafi
átt nafngreinda sonu, sem hafi verið riðnir við deilur
Þorbjarnar öxnamegins og Bjargsmanna. Þessum sonum
bætir höfundur bersinilega við frásögn Landnámu frá

1) Sbr. Spjótsmýrr, þar sem Þorbjörn fjell, af spjóti Grettis, sem
hann tíndi þar og fanst á ofanverðum dögum Sturlu lögmans
Þórðar-sonar. Grett. k. 49, 3. — 2) Stb., 175. k„ Hb., 141. k„ útg. 1843 bls.
170—171. — 3) Útg. 1843, II, 33. k„ 160.—161. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0582.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free