- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
310

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

310

UM ÍSLENDINGASÖGUR

dal, því að það kemur oftar firir, að Grettluhöfundur
lætur lögsögumenn vera riðna við sagnir þær, sem hann
segir frá, og er liklegt, að hann hafi bætt þessu við frá
sjálfum sjer, Iikt og hann t. d. tekur upp úr Föstbræðra
sögu dóm Þorgils á Reikhólum um þá veturtaksmenn
hans, fóstbræður og Gretti, og bætir því við, að þessi
dómur hafi komið fram i viðtali við Skafta lögmann.
Það sinir sig lika i frásögninni, að þetta um Skafta sténdur
í mjög lausu sambandi við Glámssöguna, þvi að eftir
sögunni hittast þeir Þórhallr og Glámr af hendingu á
heiðum uppi, og þar ræður Þórhallr hann sem
sauða-mann. Merkilegt er viðtal þeirra Grettis og Jökuls
Bárðar-sonar móðurbróður lians i 34. kap. Þegar Jökull sjer, að
ekki tjáir að letja Gretti að fást við Glám, bregður hann
honum því, að sitt sje livað gæfa eða gervigleikur, enn
Grettir biður hann liyggja at, „liversu þér mun fara
sjálf-um, áðr lýkr". Grettis saga segir ekki, hvernig fór firir
Jökli, enn það er ljóst, að hjer hefur vakað firir liöfundi
sögn Heimskringlu eða Ólafs sögu helga um afdrif Jökuls,
er Ólafur lielgi ljet taka hann og drepa.1)

Þá lcemur sagan um aðra utanför Grettis, þegar hann
olli dauða sona Þóris úr Garði, og i 38. k. er Þórir first
nefndur til sögunnar og ætt hans rakin, og er það alt
beint skrifað út úr Landnámu, líka sögnin um knör Þóris,
sem Sigurðr biskup vigði, og veðurspáu brandana frá
hon-um, sem vóru ifir dirum i Garði. Auðsjeð er, að
Grettlu-höfundur liefur hjer haft firir sjer það handrit af
Land-námu, sem nefnist Sturlubók, eða annað þvi samhljóða,
og er það first til marks, að Grettis saga segir, að Sigurðr
bislcup liafi vigt knörinn á firsta rikisári Ólafs lielga; þetta
er ekki í mótsögn við Sturlubók, sem segir engin deili
á þessum Sigurði biskupi, enn hin Landnámuhandritin,
Hauksbók og Melabók ingri, segja, að biskupinn, sem
vígði knörinn, hafi verið Sigurðr riki, sem var með Ólafi
Tryggvasini. Annað er það, að Grettis saga segir, að Þórir

1) Sbr. Hkr. F. J. Óh., 182. k.; Óh. 1853, 191. bls., Flat. II, 317.
bls., Fms. V, 29. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0584.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free