- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
331

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

GRETTIS SAGA

331

tekst liöfundi upp, þegar hann segir draugasögur. í
sög-unni um viðureign Gretlis og Gláms kemst sagnasnildin á
sitt hæsta stig. Þegar vjer lesum hana, þá er eins og kalt
vatn renni milli skins og hörunds, ekki sist þegar Glámr
fellur öfugur út úr dirunum og hvessir augun á móti
tungl-inu, sem veður i skijum („hratt stundum fyrir, enn
stund-um dró frá"). Draugalegri saga er ekki til í
Islendinga-sögum, og kemur það af þvi, að höfundur notar hjer af
mestu snild náttúrulísing, tunglskinslisinguna, sem
bak-tjald við Glámssöguna, enn slíkt kemur örsjaldan firir i
íslendingasögunum. I Islenskum þjóðsögum eru margar
vel sagðar draugasögur, enn þó higg jeg, að enginn þeirra
jafnist að snild við Glámssöguna í Grettlu. Enn eitt er
það, sem jeg vil sjerstaklega benda á, og það er það, að
snild höfundar lisir sjer ekki eingöngu i frágangi hans
frá sögunni sjálfri, heldur einnig i því, hvernig hann
not-færir sjer þessa sögu firir söguheildina. Hann gerir
Gláms-söguna að þungamiðju allrar sögunnar. Hann lætur Glám
í forbænum sínum segja firir óorðna æfi Grettis í öllum
verulegum atriðum og undirbir með þvi móti söguna,
sem á eftir fer. Viðureignin við Glám er uppliafið að ógæfu
Grettis. Hjer eru straumhvörf i sögunni. Það sjest á
orð-um Gláms: „Þú hefir frægr orðit hér til af verkum þinum,
enn heðan af mun falla til þín sektir ok vigaferli, enn flest
öll verk þín snúast þér til ógæfu ok hamingjulevsis".
Sigur Grettis á Glámi er hans besta og drengilegasta verk.
Enn hann er díru verði keiptur, því að af honum stafar
öll ógæfa Grettis. Og þetta er einmitt það, sem
sjerstak-lega gerir söguna „tragiska", gefur henni þann sorglega
blæ, sem ifir henni hvilir. Glámsaugun standa Gretti æ
siðan firir hugskotssjónum, enn þó einkum i einverunni,
einveru skógarmansins á fjöllum uppi. Þau valda þvi,
að Grettir þorir ekki einn út i Drangei, verður að fá Illuga,
bróður sinn, til filgdar við sig, sviftir þannig móður sína,
sem hann elskar, þeim eina sini, sem hún á eftir heima,
og dregur Illuga í ógæfuna með sjer, og það er einmitt
frásögnin um örlög Illuga, þessa veglinda unga mans,
sem ekkert hefur til saka unnið, — það er frásögnin um

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0605.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free