- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
355

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍGA-GLÚMS SAGA

355

Eftir Glúmu er móðurfaðir Yíga-Glúms Vigfúss
hersir son Sigurðar Vikinga-Kárasonar, enn eftir
Hauks-bók1) var Vigfúss sonur Vikinga-Kára, ekki sonarsonur
lians.2) Ef þetta er upphaflegt i Landnámu, sem er ekki
alveg vist, því að Sturlubók rekur ekki þennan ættbálk,
þá er þetta eitt af þeim dæmum, sem sína, að Glúma
hefur haft sjálfstæðar munnlegar sagnir við hliðina á
Landnámu. Uppætt Vikinga-Kára er og öðruvísi rakin
i Glúmu enn í viðauka Skarðsárbókar Landnámu,3) sem
er runnin frá Hauksbók og Melabók ingri.4) Telur
Glúma k. 54 Vikinga-Kára son Eymundar akraspillis
Þórissonar, enn liinar heimildirnar telja hann son
Sig-urðar bjóðaskalla,5) Eirikssonar Hunda-Steinarssonar.

Einn er sá kafli i Glúmu, sem er svo að segja
orð-rjett eins og tilsvarandi kafli í Reykdælu, eða rjettara
sagt i siðari hluta Pieykdælu, Viga-Skútu sögu. Báðar
sögurnar segja svo að segja eins og oft með sömu
orð-um frá viðureign Skútu og Glúms, þegar þeir eltu hvor
annan.6) Að það sje Víga-Skútu saga, sem hjer hefur
notað Glúmu jafnframt öðrum munnlegum sögnum,
sjest á því, að hún talar á 2 stöðum um missagnir, þar
sem hún vikur frá Glúmu. Víga-Skútu saga 25. k. lieldur
þvi fram, að Glúmr hafi með vjelum lokkað til sin
Þór-laugu dóttur sina, konu Skútu, og gift hana Eldjárni
milda Áskelssini, enn bætir svo við: „Enn sumir menn vilja
þat segja, at Skúta sendi hana heim til Glúrns, þá er

1) Landn. III 16, bls. 222 nmgr., F. J. Hb., 184. k. aftast og
viðauka Skarsárb. Landnámu 1843 bls. 325, sem er runninn frá Hb.
—• 2) Sbr. einnig Ólafs sögu Tryggvasonar löngu, F. J. Landn., bls.
271. — 3) Landn. 1843, 325. ils. — 4) Landn. 1843, III, 1. k., bls.
171. —• 5) Áns saga bogsveigis telur Sigurð bjóðaskalla son
Ögmund-ar (ekki Eymundar) akraspillis Þórissonar Ánssonar bogsveigis og
kemur þannig að nokkru leiti heim við Glúmu (Fornaldars. II, 261.
—362. bls.), enn stiður um leið hina sögnina, að Sigurðr bjóðaskalli
hafi verið faðir Vikinga-Kára. Að öllum likindum hefur Glúma skift
uin ættliðina og gert Sigurð að sini Vikinga-Kára í stað þess að hann
var faðir hans. Eftir Glúmu er Viga-Glúmr 4. maður frá
Vikinga-Kára, og er bað óliklegt, þvi að Ólafr Tryggvason og Gizurr hviti,
sem lifðu síðar enn Glúmr, eru taldir i 3. lið frá ItáTa. — 6) GL,
16. k„ Reykd., 25.-26. k.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0629.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free