- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
375

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

LJÓSVETNINGA SAGA

375

sem hefur samið ingri gerðina, C, hefur haft firir sjer
handrit af eldri gerðinni, A, þvi aS hann eikur inn i hana
Sörlaþætti og Reykliverfingaþætti og af þvi aS C-gerSin
er A samhljóSa hæSi i upphafinu
(Ljósvetningaþætt-inum) og aftan til i GuSmundarþætti. Enn i þaS handrit
af A-gerðinni, sem hann hafði firir sjer, hlitur að hafa
verið eiða á þeim kafla, þar sem missagnirnar eru milli
gerðanna. Þann kafla liefur svo C-höfundurinn filt eftir
minni sínu. Öðruvísi verður þetta varla skirt, og
sjer-staldega benda missagnirnar um mannanöfn og atvik
til þess, aS C-liöfundurinn hafi á þessum kafla ritaS eftir
minni. AS líkri niSurstöSu kemst GuSbrandur Vigfússon
i Origines Islandicae.

Þá skulum vjer rannsaka afstöðu Ljósvetninga sögu
við aðrar sögur. Af þvi að vjer liöfum sínt, að þættir
sögunnar liafa frá upphafi veriS 4 sjálfstæSar sögur,
verSum vjer lijer að taka hvern þátt firir sig.

1. Ljósvetninga þáttur segir frá ímsum hinum sömu
mönnum, sem getiS er i Landnámu, enn alt bendir til,
að þátturinn sje óháður Landnámu að öllu leiti og
Land-náma þættinum. Einna ljósast kemur þetta fram þar
sem þátturinn telur sini Þorgeirs Ljósvetningagoða, þá
4: Tjörva, Höskuld, Finn og Þorkel. Landnáma telur
þessa alla, enn bætir þvi við um Finna, að hann hafi
verið óskilgetinn sonur Leknýjar, útlendrar konu. Og
auk þessara fjögra telur Landnáma 6 sonu Þorgeirs
skil-getna og einn óskilgetinn (Þorgrim). Það er auðsjeð, að
þátturinn hefur lijer ekki haft firir sjer Landnámu og
að Landnáma liefur hjer fariS eftir miklu fillri
munn-mælasögum enn þeim, sem lágu firir höfundi þáttarins.
í sömu átt bendir þaS, aS Ljósvetninga þáttur rekur
hvorki föSur nje móSur ætt Þorgeirs, enn hvortveggja er
rakin i Landnámu.1) Sömuleiðis rekur Landnáma ætt
þeirra Arnórs í Reikjahlíð og Snorra HliSarmannagoSa,
enn Landnáma ekki. Hins vegar segir
Ljósvetningaþátt-urinn sumt fillra enn Landnáma. T. d. getur þátturinn

1) Sbr. Ljósv., k. U og 2", við Landnámu 1843, III, 18, bls. 227.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0649.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free