Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
380
UM ÍSLENDINGASÖGUR
sagnir hafa verið, sem höfundur þáttarins hefur haft af
þessum ættum. Ef vjer berum þessa staðhæfing
þáttar-ins saman við Landnámu, sem rekur ætt beggja Hlenna
og Þorkels lið firir lið, eflaust keiprjett, þá sjáum vjer,
að þátturinn gerir sig lijer sekan i stórkostlegri villu,
og um leið, hvernig á villunni stendur. Til
skilnings-auka set jeg hjer þessar ættartölur Landnámu í
töflu-formi:
Ætt Hlenna, Landn. 1843,
III 17, s. 223—4.
I’órir snepill, nam fyrst Köldukinn,
síðan Fnjóskadal
Ætt Þorgeirs Ljósvetningagoða,
Landn. 1843, III 18, s. 227.
Þórir Grímsson gráfeldarmúla
nam Ljósavatnsskarð
Ormr töskubak Þorkell svarti i Hleiðrarg. Þorkell leifr hinn hávi
Guðlaug Hrólfsd. eldra
Hlenni Guðriðr ——~ <vj Porgeirr Ljósvetningag.
Þorkell hákr
Vjer höfum enga ástæðu til að efast um, að þessar
ættartölur Landnámu sjeu rjettar. Á þeim sjest, að það
er ekki Þorgeirr Ljósvetningagoði, sem er bræðrungur
Hlenna, heldur kona Þorgeirs, Guðriðr. Ruglingurinn i
Möðruvellingaþættinum kemur af þvi, að liann blandar
saman ætt Þorgeirs og konu hans, líklega af þvi, að
hann liefur ruglað saman alnöfnunum Þorkatli háva
Þórissini og Þorkatli svarta Þórissini, og haldið, að
Þor-geirr Ljósvetningagoði hafi verið sonur Þorkels svarta.
Þessi staður i Möðruvellingaþættinum er þvi fullkomin
sönnun firir þvi, að höfundur þáttarins hefur ekki haft
firir sjer Landnámu, og hins vegar getur ekki komið til
nokkurra mála, að Landnáma hafi þekt eða notað
þáttinn.
Möðruvellingaþáttur kemur heim við Finnboga sögu
ramma um það, að Þórir, son Finnboga ramma, hafi
verið með Eyjólfi halta í bardaga þeim við Fnjóská,
þar sem hann barðist við Ljósvetninga, enn ekki ber
sögunum saman um, hvar bardaginn liafi staðið (við
Kakalahól Möðruvellingaþ., við Melrakkaliól Finnbs.).
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>