- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
384

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

384

UM ÍSLENDINGASÖGUR

dóttir Gizurar biskps, mun vera fædd um 1075.
Hungr-valca segir, að Gizurr, faðir hennar, hafi kvongast, þegar
hann kom úr hinni firstu utanferð sinni, liklega um
1070, og" munu börn hans fædd á árunum 1070—1080.
Liklega hefur liún gifst Ivatli um 1095 og verið þá um
tvítugt, og litlu siðar, um eða laust firir aldamótin 1100,
virðast skærurnar milli Ketils og Guðmundar hafa gerst.
Þegar Ketill segir Hafliða dæmisöguna 1121, hafa
all-mörg ár verið liðin frá því að þeir Guðmundr sættust,
þvi að Ketill segir: „ok bauð ek honum til min, ok var
hann með mér lengi siðan". Svarar þetta þvi, að
sætt-irnar hafi orðið skömmu eftir aldmótin 1100. Þetta
kemur ágætlega heim við Möðruvellingaþáttinn, ef Oddr
Grimsson, sem er talinn gamall maður i
Kakalahóls-bardaga (um 1050), er föðurfaðir Guðmundar, enn hitt
getur varla staðist, að hann hafi verið faðir hans. Jeg tel
þvi vafalaust, að þátturinn, eða C-liandritið, hafi lijer felt
úr i ógáti einn lið, Grim föður Guðmundar, sem Sturlunga
nefnir, og er þessi ógátsvilla, þó að hún stafaði frá höfundi
þáttarins, sem er óvíst, als ekki þvi til firirstöðu, að
liöf-undur þáttarins hafi þekt og notað Þorgils sögu og
Haf-liða.

Áður hef jeg minst á þann kafla i
Möðruvellinga-þættinum, sem segir frá vigi Þorgeirs Hávarssonar og
hefndum þeim firir vigið, sem Eyjófr halti kom fram
á hendur Þórarni ofsa. Þar verður þátturinn samferða
Fóstbræðra sögu, og lief jeg sint, að sögurnar eru hvor
annari óháðar og að þessi kafli muni vera síðari iauki
i Möðruvellingaþáttinn og honum i rauninni
óviðkom-andi. Annars segir þessi kafli mjög líkt frá meðferð
Þórarins ofsa á höfði Þorgeirs Hávarssonar eins og
Grettis saga frá meðferð Þorbjarnar önguls á höfði
Grettis,1) og er þar liklega eitthvert samband á milli.
Enn af þvi að þetta er i rauninni
Möðruvellingaþætt-inum óviðkomandi, fjölirði jeg ekki um það.

Heinzel hefur i hinu merka riti sínu „Beschreibung

1) Sbr. Ljósv., k. 3225 við Grett., Eoer k. 82,27.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0658.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free