- Project Runeberg -  Þulur /
{3}

(1916) Author: Guðmundur Thorsteinsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Þulur

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)



STÚLKURNAR ganga
sunnan með sjó.
Mitt út a firði
svam marbendill og hló.
Báran upp að berginu
bylti sér og dó.
Hafmey sat á steini
og hörpuna sló:
»Hafðu við mig stakkaskifti
stúlkukindin mjó;
mig langar svo til landsins
í laufgaðan skóg.
Eg hef litið ungan svein
út á grænum mó,
upp frá þeirri stundinni
enga fann eg ró.
Tindilfætt er lukkan,
treystu’ henni aldrei þó.
Valt er á henni völubeinið
og dilli-dó.
Gef mér fima fótinn þinn,
þú fær i staðinn sporðinn minn,
kongurinn lætur kóralinn
i krónuna þina binda,
gljáskeljar og gimsteina
gefur hann þér á linda.
Glóir sól á tinda, —
gaman er að synda
um Unnarsali
og Ægis lönd,
yztu fram að sævarrönd,
þá Sunna gengur Græði á hönd
og geislabál þau kynda.
Aftansunna svæfir káta vinda«.


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri Oct 18 17:50:10 2024 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tulur/0007.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free