- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
10

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

verða mögulegt að fullnægja henni; en með hverju
þá ? — Með góðum sjónaukum.

En þar eð vjer höfum sett oss það mark og mið
að komast til tunglsins, skulum vjer smíða oss far iir
efni ímyndunarinnar, og hafa það svo hentugt og
þægilegt, sem oss bezt líkar, og láta það knýjast
á-frem af því afli, sem í öllu lætur að vorum vilja.

A þessu fari leggjum vjer á stað, og stýrum því
út í geiminn. Brátt er jörðin orðin langt fyrir neðan
oss, þar sem hún leikur á skauti ljósvakans,
alhjúp-uð hinni ljettu loptblæju. Reyndar hylja þokur og
ský sjónum vorum stór svæði af yfirborði hennar. Ef
vjer litumst um, undrumst vjer einkum, hversu loptið
er óvenjulega hreint; en nú er það ekki blátt eins og
vjer vöndumst áður, heldur svart, og þó að sólin
lýsi með öllum ljóma sínum, sjáum vjer
stjarnagrú-ann ljóma á hinni svörtu himinhvelfingu; en
stjörn-urnar, sem tindruðu svo mjög þegar vjer sáum þær
gegnum hið hvikandi lopt, ljóma hjer með stöðugum
Ijóma. Oss gefst nú kostur á að ganga úr skugga
um, að jörðin er í raun rjettri kúla, og að hún snýst
um möndul sinn. Sá punktur, sem vjer fórum frá,
er nú ekki lengur beint niður undan oss, heldur hefir
hann sökum snúnings jarðarinnar, færzt í þá átt,
sem á jörðunni er kölluð austur. Vjer sjáum, hversu
lítið þurlendið er á jörðinni í samanburði við hið
geysimikla vatnsmegin, og að það sem mennirnir
kalla jörðina eða jafnvel heiminn, er eigi annað en
eyjar, sem standa upp úr vatninu. A öðrum
helm-ingi jarðarhnattarins er bjart af sólarljósinu, en á
hinum er dimmt. A millum hins dimma og bjarta
helmings er fagurt ljósaskiptabelti. Hinn dimmi
helmingur er eigi með öllu hulinn sjónum vorum ; því

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri Oct 18 17:50:13 2024 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free