- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
43

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

búum hjerna megin á hnettinum, skulum iðulega
renna augum vorum til jarðarinnar, sem er svo
fög-ur, þótt margt sje þar ófullkomið og einkennilegt, og
gleðja oss við hið blíða skin hennar. En þjer, góðir
menn! sem búið hinu megin, þar sem næturnar eru
dimmar, og ætlið að yfirgefa oss og halda heimleiðis
í dag, látið þjer þenna fyrirlestur minu verða til þess,
að þjer hverfið opt hingað yfir til vor og gieðjist
ásamt oss við þá sýn, sem þjer eigið ekki ogmunuð
aldrei til eilífðar eiga kost á að sjá heiman frá yður»..

Nú er fyrirlesturinn á enda og ferðin líka.
Hug-arfley vort hefir fiogið með oss, án þess að vjer höfum
vitað af, þær 50 þúsund mílur vegar, sem eru milli
þessara nágranna-hnatta, meðan vjér höfum hlýtt á
lýsingu hins lærða tunglbúa á jörðinni. Vjer eruru
komnir aptur heim á jörðina. Eins og flestir
ferða-menn munum vjer hafa komizt að raun um, að þótt
vjer höfum sjeð miklar nýjungar og margt
skemmti-legt á ferð vorri, og þó að margt megi finna að lífinu
hjer heima, þá erum vjer þóí rauninni bezt komnir —
heima.

Nii er leiðtoginn laus allra mála. Hafi honum
heppnazt nokkurn veginn að vekja athygli förunauta
sinna á hinu sjónarverðasta, sem borið hefir fyrir oss
á þessari ferð, svo að þeir geti síðar rifjað upp eitt
eða annað af því, sjer til gamans,—sje svo, þá þykist
hann hafa unnið sitt ætlunarverk, og í þeirri von
kveður hann ferðafólkið með þakklæti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri Oct 18 17:50:13 2024 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free