- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
130

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Svo þar kom umtals efni nýtt,

Og allir fóru að gizka
A þetta: hvað hann kvæði títt,

Og hvað hann væri að fiska —

Og ýmsum sýndist örla á prest’

Með útgjöld, skrifta-stóla,

En öðrum leizt hann langa mest
Að leiða oss öll í skóla.

En svo kom Vilhelm viðmótshýr,
Og verk sitt fór að gera —

Hann mildur vildi öll mannleg dýr
Á miljón »assúrera«.

Og orð hann sagði sæt og mörg —
Og sannfærði oss snauða —:

Að mannon sé sú hlessuð björg,

Já, bæði í lífi og dauða.

Svo buðu honum bændur inn,

Og báðu ei gisting neita,

Og konur settu upp ketilinn
Og kaffi fóru að heita —

En á meðan alla við
Um ábyrgð samdi ’ann slíka,

Að nú með djörfung deyjum við —
Oss. dauðinn gerir rika.

Og íslenzkt honum alt var kært,
Jafnt Andra-rim og sálmar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0136.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free